06:50
Morgunvaktin
Verðmætar persónuupplýsingar, höfuðborgir og stjórnmál
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði frá helstu söluvöru heimsins í dag - persónuupplýsingar þeirra sem eru á samfélagsmiðlum og leita upplýsinga í leitarvélum á borð við Google. Miðlar þar sem þú skráir þig án kostnaðar en gjaldið eru upplýsingar um það sem þú gerir á netinu. Má þar nefna færslur sem þú líkar við, það sem þú leitar að í leitarvélum og margt fleira. Helga bendir á ýmsa lokaða hópa á samfélagsmiðlum, svo sem hópa tengda börnum þar sem persónurekjanlegar upplýsingar eru veittar af foreldrum um börn sín til annarra í hópnum. Upplýsingar sem fylgja viðkomandi barni alla tíð, til að mynda ef það sækir um háskólanám í Bandaríkjunum í framtíðinni. Íslensk börn eru mjög virk á TikTok en sá miðill er í kínverskri eigu og þar gilda engin lög um persónuvernd einstaklinga.

Vera Illugadóttir fjallaði um nýja höfuðborg Indónesíu en gert er ráð fyrir að Nusantara taki við sem höfuðborg af Jakarta árið 2024. Helsta ástæðan er sú að óttast er að hluti Jakarta sökkvi í sæ og það innan örfárra áratuga. Hún sagði hlustendum frá fleiri nýjum höfuðborgum í heiminum, til að mynda í Egyptalandi.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, ræddi minnkandi áhuga á þátttöku í sveitarstjórnarmálum við Óðinn Svan Óðinsson fréttamann RÚV á Akureyri. Grétar segir að meðal þess sem væntanlega er að hafa áhrif á fólk er sú staðreynd að það getur átt von á að fjölskyldur þeirra þurfi að lesa óhróður um það á samfélagsmiðlum. Eins er þátttaka í sveitarstjórnum tímafrek og margt fleira sem veldur því að fólk hefur ekki áhuga á að taka þátt.

Tónlist:

Somethin?stupid - Frank og Nancy Sinatra

After the gold rush - Neil Young

Sunny road - Emilíana Torrini.

Umsjón:

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,