18:00
Spegillinn
Spegillinn 26.janúar 2022
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 26. janúar 2022

Umsjón: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Sóttvarnalæknir segir hægt að sleppa veirunni lausri því afleiðingar smita séu miklu minni en áður. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir áhættu tekna, en ávinningurinn verði þess virði.

Hingað og ekki lengra, meirihluti og minnihluti verða að taka höndum saman og tryggja 350 þúsund króna laun skatta- og skerðingarlaus. Þetta sagði Tómas A. Tómasson á Alþingi síðdegis í umræðu um tillögu Flokks fólksins .

Handboltalandsliðið vann stórsigur á Svartfellingum í dag og liggur nú á bæn um að Danir vinni Frakka í kvöld svo liðið komist í undanúrslit.

Þingmenn á ítalska þinginu hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Þriðja atkvæðagreiðslan fór fram í dag. Fjórir af hverjum tíu skiluðu auðu.

Lengri umfjöllun:

Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um sóttkví. Nú þurfa eingöngu þeir sem eru útsettir á heimili sínu að fara í sóttkví. Sem fyrr varir sóttkví í fimm daga og PCR-próf þarf til að losna. Þríbólusettir fara hins vegar eingöngu í smitgát sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi.

Hins vegar þurfa þeir sem eru útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki að fara sóttkví heldur að viðhafa smitgát. Ekki er þörf á sýnatöku lengur til að losna úr smitgát og börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát nema smit sé inni á heimili. Bjarni Rúnarsson ræddi við Magnús Gottfreðsson, lækni og prófessor í smitsjúkdómum.

Um fjórðungur þeirra sem hefja nám í íslenskum framhaldsskólum hefur ekki lokið því fjórum árum síðar. Brotthvarf hér er nokkuð mikið í alþjóðlegu samhengi segir Helgi Eiríkur Eyjólfsson, annar höfunda nýrrar skýrslu þar sem efnahagslegur og félagslegur bakgrunnur þeirra sem hverfa frá námi er kannaður og brotthvarfið talið sýna ójöfn tækifæri fólks. Nú er það svo að nærri allir skrá sig í framhaldsskóla eftir grunnskólann. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helga og Kolbein Stefánsson

Mjög er umdeilt hvort Norðmenn hafi gert rétt í að bjóða fulltrúum Talibana frá Afganistan viðræðna í Osló. Er þetta viðurkenning á stjórn ofbeldismanna? Er þessum mönnum treystandi? Núna eru þeir farnir heim tómhentir en á kostnað norska ríkisins ? en reikna má með framhaldi á viðræðum. Gísli Kristjánsson fjallar um heimsókn Talibana.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,