15:03
Svona er þetta
Fríða Ísberg
Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Gestur þáttarins er Fríða Ísberg, rithöfundur. Fríða sendi frá sér skáldsöguna Merkningu fyrir jól en hún hefur áður vakið athygli fyrir ljóðabækurnar Slitförin og Leðurjakkaveður og smásagnasafnið Kláða sem tilnefnt var til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Rætt er við Fríðu um skrif hennar en hún er líka spurð út í bókmenntir á 21. öld, fagurfræði, umfjöllunarefni skáldskaparins, áhrifavalda hennar, lestur og aðra menningarneyslu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
,