22:05
Rokkland
ABBA Voyage og Yola Carter
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Rokkland snýr aftur í dag kl. 16.05 eftir langt og gott sumarfrí. Og það sem er til umfjöllunar er aðallega tvennt; Yola Carter og ABBA.

Í seinni hlutanum heyrum við í henni Svönu Gísladóttur sem er búin að vera að vinna náið með hljómsveitinni ABBA að endurkomunni sem varð gerð opinber fyrir rúmri viku með blaðamannafundi í London og ABBA uppákomum um allan heim ? meðal annars hér á Íslandi í Sky Lagoon í Kópavoginum.

Svana er Skagakona sem er búin að búa í London í 24 ár og búin að afreka eitt og annað. Hún vann árum saman við að framleiða tónlistarmyndbönd með fólki eins og Kylie Minogue, Radiohead, Björk, Oasis, Coldplay, Rammstein, Adele, Rolling Stones og svo framvegis, en hún ákvað þegar hún var búin að vinna í leyni með David Bowie að síðustu myndböndunum hans; Black Star og Lazarus, að hún ætlaði ekki að gera fleiri tónlistarmyndbönd eða fleiri tónlistartengd verkefni, en svo fékk hún símtal frá ABBA sem spurðu; Viltu vera memm? Svana sló til og er búin að vera nánasti samstarfsmaður ABBA þessi fjögur ár sem liðin eru frá símtalinu og fyrir rúmri viku kom í ljós að það er ekki bara 10 laga ABBA plata á leiðinni með nýjum lögum, heldur er verið að setja upp ABBA tónleikassjó í London í nýrri ABBA höll sem verið er að byggja. Þar mun tölvu ABBA (eins og þau litu út 1979) birtast á sviðinu og flytja sína helstu smelli með lifandi stórri hljómsveit sem verður með tölvu-ABBA á sviðinu. Svana segir okkur frá þessu öllu í Rokklandi í dag.

Ég mun aftur á móti segja frá henni Yolu Carter sem er frábær tónlistarkona frá Portishead á Englandi. Hún ólst upp hjá einstæðri móður og það var lítið til af peningum á heimilinu ? og mamma hennar reyndi að halda dóttur sinni frá tónlistinni ? hún vildi að hún næði sér í alvöru menntun og fengi sér vinnu við eitthvað praktískt svo hún myndi ekki lenda í sömu fátæktar-gildrunni og hún sjálf.

Fyrir fyrstu sólóplötuna sína sem kom út 2019 hlaut Yola fjórar Grammy tilnefningar. Plata númer tvö kom út í sumar og er stórskemmtileg. Sting, Damon Albarn og Eddie Vedder koma líka aðeins við sögu.

Var aðgengilegt til 14. september 2022.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
e
Endurflutt.
,