17:03
Lestin
Sóley, Róska og Chimamanda
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Kvikmyndin Sóley frá 1982 eftir róttæku myndlistarkonuna Rósku og eiginmann hennar Manrico Pavalettoni verður sýnd í fyrsta skipti í áraraðir í Bíó Paradís á sunnudaginn. Það hefur hreinlega ekki sést til Sóleyjar um langa hríð en kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Þorbjörg Jónsdóttir og Lee Lorenzo Lynch hafa unnið hörðum höndum seinustu ár við að koma eina eintakinu sem vitað er um í heiminum í sýningarhæft ástand.

Við ræðum svo við nígeríska rithöfundinn og feministann Chimamöndu Ngozi Adiche, sem heimsótti Ísland nú á dögunum. Adichie er einhver þekktasti rithöfundur heims um þessar mundir, skrifar stórar epískar sögur um ástir, örlög, stíð og upplifun innflytjenda, en hún hefur einnig vakið athygli sem talskona fyrir jafnrétti kynjanna, ekki síst í TED-fyrirlestrinum Við ættum öll að vera feministar. Við setjumst niður með Chimamöndu Ngozi Adichie og ræðum bókmenntir, feminisma og þrúgandi andrúmsloft samfélagsmiðla.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,