06:50
Morgunvaktin
Púlsavirkni í Geldingadölum
MorgunvaktinMorgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Eldstöðin í Geldingardölum vaknaði úr níu daga dvala á laugardag og síðdegis í gær jókst púlsavirkni þar að nýju. Púlsavirknin nú er svipuð og hún var í apríl og maí. Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast með mælum sviðsins allan sólarhringinn og hefur aldrei verið fylgst jafn grannt með nokkru eldgosi og þessu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri á náttúruvársviði Veðurstofunnar fór yfir ýmis mál tengd náttúru Íslands, þar á meðal landris í Öskju og áhrif hlýnunar á jökla landsins. Ein afleiðing þess er að eldstöðvar rumska jafnvel af værum svefni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi áherslur þeirra tíu framboða sem bjóða fram á landsvísu þegar kemur að efnahagsmálum en þau eru meðal þeirra málaflokka sem kjósendur telja að skipti mestu máli. Arthúr Björgvin Bollason fylgist grannt með kosningabaráttunni í Þýskalandi, þar á meðal sjónvarpskappræðum kanslaraefna sem fengu mikið áhorf um helgina. Í Berlínarspjalli var einnig komið inn á bólusetningarátak í Þýskalandi og fyrirhugaðar borgarstjórnarkosningar í Berlín.

Tónlist: Tvær stjörnur í flutningi Gunnars Gunnarssonar og Gunnars Hrafnssonar. Leben ohne Liebe kannst du nicht (Þú getur ekki lifað án ástar) með Marlene Dietrich og Fernando með Abba.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,