12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 14. september 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Fimmtán hundruð mega koma saman að undangengnu hraðprófi, almenn fjöldatakmörkun fer úr tvöhundruð í fimmhundruð, og opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður lengdur um klukkutíma samkvæmt nýjum sóttvarnareglum heilbrigðisráðherra. Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Viðræður þriggja flokka um myndun vinstristjórnar eru að hefjast í Noregi. Flokkarnir til vinstri sigrðuðu í Stórþingskosningunum í gær með verulegum mun og hægri stjórn Ernu Solberg fer frá. Meðal þeirra sem náðu kjöri á stórþingið fyrir Rauðliða er hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson. Íslendingur hefur ekki áður setið þar á þingi.

Ekkja Armando Bequiræ segir hann aldrei hafa verið með skotvopn á heimili þeirra, en morðingi hans sagði hann hafa verið vopnaðan haglabyssu. Danskur réttarmeinafræðingur fann erfðaefni úr þremur manneskjum á morðvopninu.

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um 40 prósent á árinu og ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hjálpar íslenskum álverum.

Tvær íslenskar konur eru á gjörgæsludeild á Tenerife á Spáni eftir að króna af pálmatré féll á þær

Notendur iPhone eru hvattir til að uppfæra símana sem fyrst til að koma í veg fyrir að hægt að njósna um þá með aðstoð ísraelsks njósnaforrits.

Ljóst er hvaða lið leika til undanúrslita í bikarkeppni karla í handbolta þetta árið. Átta liða úrslitum kvenna lýkur í sömu keppni í kvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,