16:05
Víðsjá
Tónlist og skák, Ludwig Wittgenstein og Steingrímur Gauti í París
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Í Víðsjá dagsins verður rætt við Jóhann Hauksson um Rannsóknir í heimsspeki, fræga bók austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein sem Jóhann hefur þýtt og Háskólaútgáfan gefur út. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær setur Arnljótur Sigurðsson tónlist og skák í brennidepli að þessu sinni, en við fáum að gægjast í parísaróperuna og auk þess heyra tónlist hirðtónskálds Lúðvíks fimmtánda sem kunni ýmislegt fyrir sér á skákborðinu. Slegið verður á þráðinn til listmálarans Steingríms Gauta sem nú sýnir í glænýju galleríi í Mýrinni í Paris.

Umsjón: Guðni Tómasson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
,