Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Já það eru jól í Rokklandi í dag - jólaball Rokklands - bara jólamúsík og ekkert annað, sérvalin lög hvert og eitt einasta og þetta er meira og minna allt splunknýtt sem við ætlum að hlusta á í dag - annaðhvort ný jólaög eða eldri jólalög í nýjum búningi, nýjar útgáfur og það er af nógu að taka. Ég held að það hafi aldrei komið eins mikið út af nýrri jólamúsík og núna 2020 hvernig sem stendur á því.
Dolly Parton var að senda frá sér jólaplötuna A Holly Dolly Christmas og við heyrum nokkur lög af henni - skemmtileg Dolly plata með fullt af góðum gestum.
Mark Lanegan var líka að gefa út jólaplötu undir nafninu Dark Mark - Dark Mark does Christmas og við heyrum nokkur lög af henni.
Þar fyrir utan heyrum við í Pheobe Bridges og Jackson Browne saman og sundur, Keb Mo, Best Coast, Black Pumas, Nick Lowe og Los Straitjackets, Jamie Cullum, Sam Fender, Sigga Guðmunds og GDRN, Bo Hall, Orra Harðar, Chilly Gonzales, Tori Amos ofl. - allt áhugavert og skemmtilegt.
Jólalag er ekki bara jólalag - en hvað gerir lag að jólalagi? Jú það virðist vera nóg að það sé minnst á jólin í textanum. Og í Jólarokklandi er sungið um gleðileg jól en líka um jól einstæðinga, heimilislausra og annara sem upplifa ekki endilega gleðileg jól - það er allur gangur á því hvernig fólk hefur það um jólin og það er til fullt af músík sem fjallar um það og við heyrum svoleiðis lög líka í Jólarokklandi - og gamla sálma í nýjum búningi og allt mögulegt. Allskonar - eins og Makkintosið er.