12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 20. desember 2020

Útvarpsfréttir.

Til skoðunar er hvort hægt er að aflétta rýmingu á hluta Seyðisfjarðar í dag og hleypa íbúum þeirra svæða aftur heim. Ekki er útilokað að frekari skriður geti fallið.

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands segir aurskriðurnar hafa valdið einu mesta tjóni sem orðið hefur á menningarminjum og friðuðum húsum í seinni tíð. Skarð hafi verið höggvið í eina best varðveittu tímburhúsabyggð landsins.

Ráðherra sveitarstjórnarmála heitir Austfirðingum stuðningi við uppbyggingu, bæði á byggðinni sem eyðilagðist og einnig á ofanflóðavörnum.

Þrettán greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að faraldurinn sé í vexti.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fylgist grannt með rannsóknum á nýju afbrigði COVID-19 í Bretlandi en segir þó alls óvíst að það smitist sjötíu prósent hraðar en önnur, líkt og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær.

Úrslitin ráðast á EM kvenna í handbolta í dag. Þórir Hergeirsson og norska liðið mæta ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands í úrslitaleiknum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,