08:05
Á tónsviðinu
„Beethoven í jólaskapi“

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Eins og flestum tónlistarunnendum er kunnugt er þess nú minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethoven. Þar sem Beethoven fæddist aðeins rúmri viku fyrir jól ætti að vera tilvalið að gera þátt sem gæti heitið „Beethoven í jólaskapi“. En þá rekumst við á óþægilega hindrun: Beethoven samdi engin jólatónverk. Þessi hindrun er þó ekki óyfirstíganleg þegar betur er að gáð, hægt er að finna tónverk eftir Beethoven sem tengjast jólum óbeint, svo sem verk sem voru frumflutt á jólum, og tilbrigði við lög sem urðu síðar jólalög. Nokkur slík tónverk verða flutt í þættinum. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 20. mars 2021.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,