18:00
Kvöldfréttir útvarps.
Kvöldfréttir 20. Desember
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps

Útvarpsfréttir.

Stór hluti Seyðfirðinga og allir þeir Eskfirðingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna rýmingar fengu að snúa aftur heim í dag. Heim komnir Seyðfirðingar segja að móttökurnar á Héraði hafi verið góðar en að það sé gott að snúa heim.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur Evrópuríki til varkárni vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi. Borgarstjóri Lundúna segir jólin í ár verða þau verstu í borginni allt frá síðari heimsstyrjöld.

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis segir margar konur óöruggar þar sem engin leghálskrabbameinsleit hefur verið í boði á Akureyri frá miðjum október. Plássleysi er um að kenna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,