07:03
Morgunvaktin
Afganistan, Almannaheill og Kosningasagan í stuttu máli
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Fjallað var um ástand mála í Afganistan. Rúm þrjú ár eru síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og Talibanar náðu völdum á ný. Síðan þá hefur stöðugt verið þrengt að réttindum fólks, einkum kvenna. Brynja Dögg Friðriksdóttir kvikmyndagerðarkona fylgist með ástandinu í Afganistan eins og hægt er; ekki er hlaupið að því að fá þaðan áreiðanlegar fréttir. Brynja starfaði í Afganistan fyrir fimm árum á vegum utanríkisráðuneytisins.

Tómas Torfason, formaður Almannaheilla, sagði frá mikilvægi góðgerðarfélaga fyrir samfélagið. Almannaheill standa að Fundi fólksins í Hörpu.

Í síðasta hluta þáttarins var stiklað á stóru í kosningasögu lýðveldisins. Á laugardag verða 25. kosningarnar frá lýðveldisstofnun.

Tónlist:

Morgunsöngur - Pétur Jónasson,

Svíta eftir Rameau - Orchestra of the 18th Century,

Ég er að tala um þig - Björgvin Halldórsson,

Bird on a wire - Johnny Cash,

Palibe chinsinsi - Saleta Phiri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,