12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. nóvember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa beitt klasasprengjum í árásum á orkuinnviði í nótt. Yfir milljón Úkraínumenn voru rafmagnslausir um tíma eftir árásirnar.

Kjarasamningur Læknafélags Íslands við ríkið var undirritaður í nótt. Í honum felst betri vinnutími og minna álag, segir formaður lækna.

Fylgi Flokks fólksins og Framsóknar eykst í nýrri könnun Maskínu. Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar dalar en Samfylking mælist enn stærst.

Kosningalægðin verður fyrr á ferðinni en áður var spáð. Íbúar á norðan- og austanverðu landinu eru hvattir til að kjósa utan kjörfundar. Hugsanlega þarf að fresta kjörfundi í einhverjum kjördeildum.

Verðbólga er komin undir fimm prósent og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Hagfræðingur segir það meðal annars skýrast af lágum flugfargjöldum og útsöludögum

Enn er ósamið við ríflega helming af eigendum níutíu jarða sem Blöndulína þrjú fer í gegnum. Sveitarfélögin fjögur sem línan mun liggja undirbúa kynningu á valkostum fyrir íbúana.

Aðstoðarlandsliðsþjálfari karla segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga reglulega lið á stórmótum. Hann segir líklegt að fyrsti sigur Íslands á EM komi á Evrópumóti kvenna í handbolta hefst í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,