17:03
Lestin
xTwitch, hvað sameinar þjóðina? Rýnt í Hygge og Eftirleiki
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Íslenskir stjórnmálamenn eru mættir á Twitch, Kristrún Frostadóttir spilaði skotleikinn COD í beinni útsendingu hjá Gametíví og Bjarni Benediktsson mætti í tveggja tíma beint streymi hjá tengdasyni sínum, tónlistarmanninum og áhrifavaldinu Lil Binna. Lestin sökkvir sér ofan í twitch og pólitík.

Hvað sameinar þjóðina? Snorri Páll Jónsson veltir því fyrir sér hvort það sé eitthvað sem sameini þjóð meira en sundrung og skautun.

Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær kvikmyndir eftir íslenska leikstjóra sem eru nú í sýningum í bíó. Hygge er nýjasta kvikmynd Dags Kára, en myndin er dönsk endurgerð á hinni ítölsku Perfetti sconosciuti eftir Paolo Genovese. Sú mynd hefur verið endurgerð oftar en nokkur önnur mynd, meðal annars á íslensku undir heitinu Villibráð. Hin myndin sem Kolbeinn segir frá er Eftirleikir eftir Ólaf Árheim, lítill og ódýr en yfirgengilegur ógnartryllir með kómísku ívafi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,