16:05
Síðdegisútvarpið
Formaður læknafélagsins,stílisti um formenn flokkanna og jólalag í beinni
Síðdegisútvarpið

Um helgina fer fram Kirkjuhlaup Kópavogs og til að segja okkur betur frá því fáum við til okkar hana Steinþóru Þórisdóttur skipuleggjanda og hlaupara.

Formaður Læknafélags Íslands er ánægður með nýja kjarasamninga við ríkið sem undirritaðir voru rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Kjarni samninganna snýr að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. Steinunn Þórðardóttir formaður félagsins mætti til okkar í Síðdegisútvarpið.

Hvernig leggjast kosningarnar hér heima í Önnu Kristjáns og aðra íslendinga sem búa á Tenerife. Er Anna búin að kjósa og verður kosningavaka. Ræddum við Önnu í þættinum.

Við fengum til okkar stílistann Sylvíu Lovetank Halldórsdóttur til að fara yfir stíl formanna flokkanna. Hverjir eru áberandi best klæddir, hverjir eru töff, hverjir mættu gera örlítið betur og í hverju ættu þeir að vera í kappræðunum annað kvöld hér á RÚV.

Guðrún Árný kom til okkar vopnuð hljómborði og tók jólalag í beinni.

Er aðgengilegt til 28. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,