07:03
Morgunútvarpið
28. nóv - Húsnæðismarkaður, veður og handbolti
Morgunútvarpið

Við ræðum húsnæðismál í aðdraganda kosninga við Má Wolfgang Mixa, dósent og sérfræðing í húsnæðismálum.

Veðrið setur strik í reikninginn þegar kemur að kjördegi. Hlynur Jónsson, yfirkjörstjórn Múlaþingi fer yfir planið með okkur.

Á föstudaginn síðasta, daginn sem nýjasta gos Reykjanesskaga hófst sögðust forsvarsmenn Bláa Lónsins stefna á að opna baðstaðinn að viku liðinni, það yrði þá á morgun. Við tökum stöðuna með Helgu Árnadóttur einum framkvæmdastjóra Bláa Lónsins.

Við fáum til okkar Jóhann Alfreð Kristinsson og Andra Ólafsson. Við ætlum að spjalla við þá um spennu- og sýrustigið í samfélaginu nú, 2 dögum fyrir kosningar.

Evrópumót kvenna í handbolta hefst í dag. Einar Örn Jónsson ræðir við okkur.

Er aðgengilegt til 28. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,