Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Fjallað var um ástand mála í Afganistan. Rúm þrjú ár eru síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og Talibanar náðu völdum á ný. Síðan þá hefur stöðugt verið þrengt að réttindum fólks, einkum kvenna. Brynja Dögg Friðriksdóttir kvikmyndagerðarkona fylgist með ástandinu í Afganistan eins og hægt er; ekki er hlaupið að því að fá þaðan áreiðanlegar fréttir. Brynja starfaði í Afganistan fyrir fimm árum á vegum utanríkisráðuneytisins.
Tómas Torfason, formaður Almannaheilla, sagði frá mikilvægi góðgerðarfélaga fyrir samfélagið. Almannaheill standa að Fundi fólksins í Hörpu.
Í síðasta hluta þáttarins var stiklað á stóru í kosningasögu lýðveldisins. Á laugardag verða 25. kosningarnar frá lýðveldisstofnun.
Tónlist:
Morgunsöngur - Pétur Jónasson,
Svíta eftir Rameau - Orchestra of the 18th Century,
Ég er að tala um þig - Björgvin Halldórsson,
Bird on a wire - Johnny Cash,
Palibe chinsinsi - Saleta Phiri.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Jóhannes Kr. Kristjánsson rannsóknarblaðamaður hefur varið yfir fjögur hundruð klukkustundum á Bráðamóttöku Landspítalans síðustu mánuði við gerð hlaðvarpsþáttanna Á vettvangi sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina. Með þáttunum gefur hann hlustendum innsýn í raunverulega stöðu Bráðamóttökunnar sem er þröng og erfið, þar sem plássleysi fyrir sjúklinga er viðvarandi vandamál. Hann ræðir við starfsfólk á gólfinu sem vinnur undir miklu álagi við mögulega erfiðari aðstæður en hægt er að ímynda sér. Jóhannes kom til okkar og sagði okkur frá þáttunum og stærstu málunum sem Bráðamóttakan glímir við um þessar mundir.
Emilía Benedikta Gísladóttir dansari kom svo til okkar. Hún var sólódansari hjá Compania Nacional de Danza í Madrid og svo undir stjórn Katrínar Hall í dansflokki Óperunnar í Gautaborg. Á báðum stöðum dansaði hún í verkum margra frægustu danshöfunda heims, en nú dansar hún aftur hjá Íslenska dansflokknum meðal annars í Jóladraumum sem var frumsýndur í síðustu viku. Emilía sagði okkur frá sinni reynslu í þessum stóru dansflokkum og hvernig það er að dansa aftur á Íslandi.
Er mikilvægara að börn eigi jól með nýju stjúpforeldri en foreldrinu á hinu heimilinu? Jólin geta reynt á marga og sérstaklega stjúpfjölskyldur. Margir eru óvissir um hver á að gefa og þá hverjum hvað? Hverjum á að bjóða og hverjum ekki? Og með hverjum eiga börnin að eiga jólin? Félags- og fjölskylduráðgjafinn Valgerður Halldórsdóttir segir þetta algengt áhyggjuefni hjá mörgum fyrir jólin og hélt erindi um þetta á Bókasafni Kópavogs fyrir stundu. Hún ræddi þetta við okkur í dag.
Tónlist í þættinum:
Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)
Í eigin vanmætti / KK (Kristján Kristjánsson)
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigðurðu Bjóla Garðarsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa beitt klasasprengjum í árásum á orkuinnviði í nótt. Yfir milljón Úkraínumenn voru rafmagnslausir um tíma eftir árásirnar.
Kjarasamningur Læknafélags Íslands við ríkið var undirritaður í nótt. Í honum felst betri vinnutími og minna álag, segir formaður lækna.
Fylgi Flokks fólksins og Framsóknar eykst í nýrri könnun Maskínu. Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar dalar en Samfylking mælist enn stærst.
Kosningalægðin verður fyrr á ferðinni en áður var spáð. Íbúar á norðan- og austanverðu landinu eru hvattir til að kjósa utan kjörfundar. Hugsanlega þarf að fresta kjörfundi í einhverjum kjördeildum.
Verðbólga er komin undir fimm prósent og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Hagfræðingur segir það meðal annars skýrast af lágum flugfargjöldum og útsöludögum
Enn er ósamið við ríflega helming af eigendum níutíu jarða sem Blöndulína þrjú fer í gegnum. Sveitarfélögin fjögur sem línan mun liggja undirbúa kynningu á valkostum fyrir íbúana.
Aðstoðarlandsliðsþjálfari karla segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga reglulega lið á stórmótum. Hann segir líklegt að fyrsti sigur Íslands á EM komi á Evrópumóti kvenna í handbolta hefst í dag.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Áhyggjur ungs fólks á menntaskólaaldri af húsnæðismálum er nýlegur veruleiki hér á landi. Hvenær og hvernig mun það geta eignast eigið húsnæði? Þessar áhyggjur á komu vel í ljós á framboðsfundi í Menntaskólanum í Mosfellsbæ þar sem frambjóðendur allra flokka nema tveggja sátu fyrir svörum og spjölluðu við nemendurna.
Húsnæðismálin voru fyrsta málið á dagskrá en svo var líka slegið á léttari strengi um ananas á pítsur og notkun rafmagnshlaupahjóla undir áhrifum áfengis. Góð stemning var á fundinum og voru nemendur skólans afar ánægðir með hann og lýstu honum sem hjálplegum í aðdraganda kosninganna á laugardaginn.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Með nýrri aðgerðaráætlun stjórnvalda um gervigreind er markmiðið að stuðla að því að Ísland verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar og skapi tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Átætlunin var birt í samráðsgátt fyrr í þessum mánuði og fjöldi umsagna hefur borist, meðal annars frá Samtökum um mannvæna tækni. Í dag setjumst við niður með Gamithru Marga, meðstofnanda samtakanna, og ræðum aðeins um þessa aðgerðaráætlun, um erindi sem hún hélt fyrir framtíðarnefnd Alþingis á dögunum, og gervigreindina almenn.
Og í síðari hluta þáttarins ætlum við að ræða aðeins um atferli hesta. Við fáum reglulega til okkar vísindamenn sem rita svör á Vísindavefinn, og í dag kemur til okkar Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, og svarar því hvort til séu dæmi um samkynhneigð hjá íslensum hestum.
Síðan fáum við pistil frá Stefáni Gíslasyni um svartan föstudag.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Á þessu ári eru liðin 200 ár frá andláti Byrons lávarðar, eins frægasta skálds Breta, en hann dó í apríl 1824. Í tilefni af því verður þátturinn "Á tónsviðinu" helgaður lögum við ljóð Byrons. Byron var afar umtalaður meðan hann lifði, ekki aðeins fyrir skáldsnilld, heldur líka fyrir fjöllyndi í ástum og vafasamt líferni. Margir dýrkuðu hann sem skáld og hann hafði mikil áhrif á íslensk skáld, til dæmis samdi Grímur Thomsen meistaraprófsritgerð um hann við Kaupmannahafnarháskóla árið 1845 og Steingrímur Thorsteinsson þýddi mörg ljóð eftir hann. Meðal tónskálda sem sömdu lög við ljóð Byrons voru Robert Schumann, Felix Mendelssohn, Fanny Mendelssohn Hensel, Nikolai Rimskí-Korsakov og Maude Valerie White. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans voru kynntar við hátíðlega athöfn í Eddu í gær. Ein þeirra bóka sem tilnefnd er í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er Óli K, en hún fjallar um Óla K. fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara Íslands. Óli K. fór til Bandaríkjanna í nám á stríðsárunum og hóf svo störf Morgunblaðinu árið 1947 þar sem hann vann í 49 ár. Hann var einn þeirra sem skrásetti sögu landsins og var viðstaddur fjölda mikilvægra atburða í sögu þjóðarinnar, Natómótmælin á Austurvelli, Vestmannaeyjagosið, Kvennafrídaginn, komu handritanna og heimsókn Ellu Fitzgerald til landsins, svo eitthvað sé nefnt. Það er sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir sem ritaði sögu Óla K. og við ræðum við hana í þætti dagsins.
Við hugum einnig að erlendum bókmenntum, nánar tiltekið bandarískum bókmenntum. Í síðustu viku fór fram verðlaunaafhending The National Book Award vestanhafs. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum en skáldsagnaverðlaunin sem fara gjarnan hæst hlaut höfundurinn Percival Everett fyrir bókina James, sem er endursögn á heimsbókmenntinni Huckleberry Finn eða Stikkilsberja Finni, eftir Mark Twain. Tómas Ævar segir frá bókinni í þætti dagsins.
Og við kynnum okkur nýja tónlistarhátíð, Slagharpan syngur. Á hátíðinni er íslensk píanótónlist frá hinum ýmsu tímabilum í forgrunni og flutt. Hátíðin samanstendur af fjöbreyttum viðburðum s.s. tónleikum, fyrirlestrum og kynningum og er opin öllum áhugasömum. Píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir, Peter Mate og Nína Margrét Grímsdóttir standa að hátíðinni og þau Peter og Erna Vala líta við í hljóðstofu til að segja nánar frá henni.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Íslenskir stjórnmálamenn eru mættir á Twitch, Kristrún Frostadóttir spilaði skotleikinn COD í beinni útsendingu hjá Gametíví og Bjarni Benediktsson mætti í tveggja tíma beint streymi hjá tengdasyni sínum, tónlistarmanninum og áhrifavaldinu Lil Binna. Lestin sökkvir sér ofan í twitch og pólitík.
Hvað sameinar þjóðina? Snorri Páll Jónsson veltir því fyrir sér hvort það sé eitthvað sem sameini þjóð meira en sundrung og skautun.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær kvikmyndir eftir íslenska leikstjóra sem eru nú í sýningum í bíó. Hygge er nýjasta kvikmynd Dags Kára, en myndin er dönsk endurgerð á hinni ítölsku Perfetti sconosciuti eftir Paolo Genovese. Sú mynd hefur verið endurgerð oftar en nokkur önnur mynd, meðal annars á íslensku undir heitinu Villibráð. Hin myndin sem Kolbeinn segir frá er Eftirleikir eftir Ólaf Árheim, lítill og ódýr en yfirgengilegur ógnartryllir með kómísku ívafi.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Héraðssaksóknari hefur ákært pilt fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps. Hann réðst á og stakk þrjú ungmenni á Menningarnótt í Reykjavík. Sautján ára stúlka lést af sárum sínum.
Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon virðist ekki halda. Líbanski herinn segir Ísraela þverbrjóta vopnahlésamkomulag frá því í fyrradag.
Allir Grímseyingar á kjörskrá eru búnir að kjósa utan kjörfundar. Atkvæði þeirra verða komin til Akureyrar á morgun. Fylgi Miðflokksins minnkar og Vinstri græn næðu ekki á þing samkvæmt skoðanakönnunum dagsins. Gengi Flokks fólksins og Framsóknar hækkar.
Frestur til að áfrýja dómi sem felldi búvörulög úr gildi rennur út á mánudag, Samkeppniseftirlitið hefur ekki ákveðið hvort honum verði áfrýjað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvað þarf kjósandi að hafa með sér á kjörstað í Alþingiskosningum og hvað ber að forðast ef ekki á að ógilda kjörseðilinn. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar.
Víst þykir að Rússar hafi numið tæplega 20.000 úkraínsk börn á brott síðan þeir réðust inn í Úkraínu og rökstuddur grunur er um að þau séu mun fleiri. Tetiana Fedosiuk er úkraínskur sérfræðingur hjá rannsóknarsetri í utanríkis- öryggis- og varnarmálum í Tallin í Eistlandi segir að fjölmörg þeirra séu vistuð á stofnunum í Rússlandi, Belarús eða hernumdum svæðum Úkraínu, en önnur ættleidd af rússneskum fjölskyldum.
Stjórnvöld í Rúmeníu vilja rannsaka hvort samfélagsmiðillinn TikTok hafi farið eftir reglum Evrópusambandsins um auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna þar á sunnudaginn. Óháður frambjóðandi, Călin Georgescu, sigraði óvænt í fyrri umferð kosninganna, á meðan leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Rúmeníu datt út. Björn Malmquist ræðir við Radu Magdin, stjórnmálaskýranda frá Rúmeníu.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Þegar vindurinn slapp út í heiminn (Inúítasaga frá Grænlandi)
Strákurinn sem fór til norðanvindsins (Noregur)
Og þess vegna eru sum tré sígræn (saga frá Chippewa ættbálkinum í N- Ameríku)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Fjölnir Ólafsson
Guðni Tómasson
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Sigríður Salka Fjölnisdóttir
Vala Bjarney Gunnarsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá 100 ára afmælistónleikum kammerkórsins BBC söngvaranna sem fram fóru í Barbican listamiðstöðinni í London, 2. október sl.
Á efnisskrá eru kórverk eftir Johann Sebastian Bach, Abel Selaocoe, Shruti Rajasekar, Hans Zimmer, Eric Whitacre, Arnold Schönberg, Bob Chilcott, Roderick Williams, Leonard Bernstein ofl.
Með kórnum koma fram sellóleikarinn Abel Selaocoe , Ana Lapwood orgelleikari og Sinfóníuhljómsveit Breska útvarpsins.
Stjórnendur: Sofi Jeannin, Nicholas Chalmers, Eric Whitacre og Owain Park.
Umsjón: Ása Briem.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Með nýrri aðgerðaráætlun stjórnvalda um gervigreind er markmiðið að stuðla að því að Ísland verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar og skapi tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Átætlunin var birt í samráðsgátt fyrr í þessum mánuði og fjöldi umsagna hefur borist, meðal annars frá Samtökum um mannvæna tækni. Í dag setjumst við niður með Gamithru Marga, meðstofnanda samtakanna, og ræðum aðeins um þessa aðgerðaráætlun, um erindi sem hún hélt fyrir framtíðarnefnd Alþingis á dögunum, og gervigreindina almenn.
Og í síðari hluta þáttarins ætlum við að ræða aðeins um atferli hesta. Við fáum reglulega til okkar vísindamenn sem rita svör á Vísindavefinn, og í dag kemur til okkar Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, og svarar því hvort til séu dæmi um samkynhneigð hjá íslensum hestum.
Síðan fáum við pistil frá Stefáni Gíslasyni um svartan föstudag.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Jóhannes Kr. Kristjánsson rannsóknarblaðamaður hefur varið yfir fjögur hundruð klukkustundum á Bráðamóttöku Landspítalans síðustu mánuði við gerð hlaðvarpsþáttanna Á vettvangi sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina. Með þáttunum gefur hann hlustendum innsýn í raunverulega stöðu Bráðamóttökunnar sem er þröng og erfið, þar sem plássleysi fyrir sjúklinga er viðvarandi vandamál. Hann ræðir við starfsfólk á gólfinu sem vinnur undir miklu álagi við mögulega erfiðari aðstæður en hægt er að ímynda sér. Jóhannes kom til okkar og sagði okkur frá þáttunum og stærstu málunum sem Bráðamóttakan glímir við um þessar mundir.
Emilía Benedikta Gísladóttir dansari kom svo til okkar. Hún var sólódansari hjá Compania Nacional de Danza í Madrid og svo undir stjórn Katrínar Hall í dansflokki Óperunnar í Gautaborg. Á báðum stöðum dansaði hún í verkum margra frægustu danshöfunda heims, en nú dansar hún aftur hjá Íslenska dansflokknum meðal annars í Jóladraumum sem var frumsýndur í síðustu viku. Emilía sagði okkur frá sinni reynslu í þessum stóru dansflokkum og hvernig það er að dansa aftur á Íslandi.
Er mikilvægara að börn eigi jól með nýju stjúpforeldri en foreldrinu á hinu heimilinu? Jólin geta reynt á marga og sérstaklega stjúpfjölskyldur. Margir eru óvissir um hver á að gefa og þá hverjum hvað? Hverjum á að bjóða og hverjum ekki? Og með hverjum eiga börnin að eiga jólin? Félags- og fjölskylduráðgjafinn Valgerður Halldórsdóttir segir þetta algengt áhyggjuefni hjá mörgum fyrir jólin og hélt erindi um þetta á Bókasafni Kópavogs fyrir stundu. Hún ræddi þetta við okkur í dag.
Tónlist í þættinum:
Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)
Í eigin vanmætti / KK (Kristján Kristjánsson)
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigðurðu Bjóla Garðarsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Íslenskir stjórnmálamenn eru mættir á Twitch, Kristrún Frostadóttir spilaði skotleikinn COD í beinni útsendingu hjá Gametíví og Bjarni Benediktsson mætti í tveggja tíma beint streymi hjá tengdasyni sínum, tónlistarmanninum og áhrifavaldinu Lil Binna. Lestin sökkvir sér ofan í twitch og pólitík.
Hvað sameinar þjóðina? Snorri Páll Jónsson veltir því fyrir sér hvort það sé eitthvað sem sameini þjóð meira en sundrung og skautun.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær kvikmyndir eftir íslenska leikstjóra sem eru nú í sýningum í bíó. Hygge er nýjasta kvikmynd Dags Kára, en myndin er dönsk endurgerð á hinni ítölsku Perfetti sconosciuti eftir Paolo Genovese. Sú mynd hefur verið endurgerð oftar en nokkur önnur mynd, meðal annars á íslensku undir heitinu Villibráð. Hin myndin sem Kolbeinn segir frá er Eftirleikir eftir Ólaf Árheim, lítill og ódýr en yfirgengilegur ógnartryllir með kómísku ívafi.
Útvarpsfréttir.
Við ræðum húsnæðismál í aðdraganda kosninga við Má Wolfgang Mixa, dósent og sérfræðing í húsnæðismálum.
Veðrið setur strik í reikninginn þegar kemur að kjördegi. Hlynur Jónsson, yfirkjörstjórn Múlaþingi fer yfir planið með okkur.
Á föstudaginn síðasta, daginn sem nýjasta gos Reykjanesskaga hófst sögðust forsvarsmenn Bláa Lónsins stefna á að opna baðstaðinn að viku liðinni, það yrði þá á morgun. Við tökum stöðuna með Helgu Árnadóttur einum framkvæmdastjóra Bláa Lónsins.
Við fáum til okkar Jóhann Alfreð Kristinsson og Andra Ólafsson. Við ætlum að spjalla við þá um spennu- og sýrustigið í samfélaginu nú, 2 dögum fyrir kosningar.
Evrópumót kvenna í handbolta hefst í dag. Einar Örn Jónsson ræðir við okkur.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Plata vikunnar, Max Martin, 95 ára afmælisbanr dagsins, Stock Aitken Waterman og margt fleira skemmtilegt í dag.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-28
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Bríet - Takk fyrir allt.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
CELESTE - Strange.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
The Weeknd - Blinding Lights.
KELLY CLARKSON - Since U Been Gone.
YEAH YEAH YEAHS - Maps.
Lady Blackbird - Like a Woman.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
Izleifur - Plástur.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
HARRY STYLES - Adore You.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með stjörnunum.
Elísabet Eyþórsdóttir - Wicked Game.
RICK ASTLEY - Never Gonna Give You Up.
K.óla - Enn annan drykk.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Myrkvi - Glerbrot.
HURTS - Wonderful Life.
Mk.gee - ROCKMAN.
BEATLES - Lucy In The Sky With Diamonds.
OASIS - Little By Little.
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Thee Sacred Souls - Live for You.
PRINCE - I Would Die 4 U.
JACKIE WILSON - Reet Petite.
Kaktus Einarsson - Heart Spell.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Hoffman - Shame.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Bang Gang, Dísa - Stay open heaven knows (feat. Dísa).
Hjálmar - Vor.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa beitt klasasprengjum í árásum á orkuinnviði í nótt. Yfir milljón Úkraínumenn voru rafmagnslausir um tíma eftir árásirnar.
Kjarasamningur Læknafélags Íslands við ríkið var undirritaður í nótt. Í honum felst betri vinnutími og minna álag, segir formaður lækna.
Fylgi Flokks fólksins og Framsóknar eykst í nýrri könnun Maskínu. Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar dalar en Samfylking mælist enn stærst.
Kosningalægðin verður fyrr á ferðinni en áður var spáð. Íbúar á norðan- og austanverðu landinu eru hvattir til að kjósa utan kjörfundar. Hugsanlega þarf að fresta kjörfundi í einhverjum kjördeildum.
Verðbólga er komin undir fimm prósent og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Hagfræðingur segir það meðal annars skýrast af lágum flugfargjöldum og útsöludögum
Enn er ósamið við ríflega helming af eigendum níutíu jarða sem Blöndulína þrjú fer í gegnum. Sveitarfélögin fjögur sem línan mun liggja undirbúa kynningu á valkostum fyrir íbúana.
Aðstoðarlandsliðsþjálfari karla segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga reglulega lið á stórmótum. Hann segir líklegt að fyrsti sigur Íslands á EM komi á Evrópumóti kvenna í handbolta hefst í dag.
Um helgina fer fram Kirkjuhlaup Kópavogs og til að segja okkur betur frá því fáum við til okkar hana Steinþóru Þórisdóttur skipuleggjanda og hlaupara.
Formaður Læknafélags Íslands er ánægður með nýja kjarasamninga við ríkið sem undirritaðir voru rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Kjarni samninganna snýr að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. Steinunn Þórðardóttir formaður félagsins mætti til okkar í Síðdegisútvarpið.
Hvernig leggjast kosningarnar hér heima í Önnu Kristjáns og aðra íslendinga sem búa á Tenerife. Er Anna búin að kjósa og verður kosningavaka. Ræddum við Önnu í þættinum.
Við fengum til okkar stílistann Sylvíu Lovetank Halldórsdóttur til að fara yfir stíl formanna flokkanna. Hverjir eru áberandi best klæddir, hverjir eru töff, hverjir mættu gera örlítið betur og í hverju ættu þeir að vera í kappræðunum annað kvöld hér á RÚV.
Guðrún Árný kom til okkar vopnuð hljómborði og tók jólalag í beinni.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Héraðssaksóknari hefur ákært pilt fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps. Hann réðst á og stakk þrjú ungmenni á Menningarnótt í Reykjavík. Sautján ára stúlka lést af sárum sínum.
Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon virðist ekki halda. Líbanski herinn segir Ísraela þverbrjóta vopnahlésamkomulag frá því í fyrradag.
Allir Grímseyingar á kjörskrá eru búnir að kjósa utan kjörfundar. Atkvæði þeirra verða komin til Akureyrar á morgun. Fylgi Miðflokksins minnkar og Vinstri græn næðu ekki á þing samkvæmt skoðanakönnunum dagsins. Gengi Flokks fólksins og Framsóknar hækkar.
Frestur til að áfrýja dómi sem felldi búvörulög úr gildi rennur út á mánudag, Samkeppniseftirlitið hefur ekki ákveðið hvort honum verði áfrýjað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hvað þarf kjósandi að hafa með sér á kjörstað í Alþingiskosningum og hvað ber að forðast ef ekki á að ógilda kjörseðilinn. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar.
Víst þykir að Rússar hafi numið tæplega 20.000 úkraínsk börn á brott síðan þeir réðust inn í Úkraínu og rökstuddur grunur er um að þau séu mun fleiri. Tetiana Fedosiuk er úkraínskur sérfræðingur hjá rannsóknarsetri í utanríkis- öryggis- og varnarmálum í Tallin í Eistlandi segir að fjölmörg þeirra séu vistuð á stofnunum í Rússlandi, Belarús eða hernumdum svæðum Úkraínu, en önnur ættleidd af rússneskum fjölskyldum.
Stjórnvöld í Rúmeníu vilja rannsaka hvort samfélagsmiðillinn TikTok hafi farið eftir reglum Evrópusambandsins um auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna þar á sunnudaginn. Óháður frambjóðandi, Călin Georgescu, sigraði óvænt í fyrri umferð kosninganna, á meðan leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Rúmeníu datt út. Björn Malmquist ræðir við Radu Magdin, stjórnmálaskýranda frá Rúmeníu.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.