13:00
Samfélagið
Hvað verður um fötin? Líkamsrefsingar og tæplega 300 ára gamalt morðmál
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Örlítill hluti fatnaðar sem íslendingar losa sig við ratar í endursölu og nær allur textíll er sendur í endurvinnslu til útlanda. Á föstudaginn fjölluðum við ítarlega um tísku og áhrif hennar á umhverfið og við höldum því áfram í dag. Í morgun fórum við í heimsókn í flokkunarstöð Rauða krossins og fræddumst um örlög textílsins sem við losum okkur við.

Það var fyrst árið 2009 sem leitt var í lög skýrt bann við því að beita börn líkamlegum refsingum hér á landi. Ísland var eftirbátur margra nágrannaríkja sem bönnuðu þessar refsingum áratugum fyrr. Ingólfur V Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur undanfarið rannsakað orðræðuna í kringum líkamsrefsingar barna og við ræðum við hann á eftir.

Við ljúkum svo þættinum á heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands. Þar ætlar Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu að fara með okkur tæp 300 ár aftur í tímann á nokkuð ógnvænlegar slóðir.

Tónlist og stef í þættinum:

MAC DEMARCO - Salad Days.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,