Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Heimilin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að skólagöngu barna en það eru ekki öll börn sem búa við þær aðstæður að þau njóti þess stuðnings sem þau þurfa á að halda. Norræn rannsókn bendir til þess að það þurfi að bæta ýmislegt sem fram fer innan veggja skólans.
Viðmælendur í þætti sex eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurður Sigurðsson og tveir þroskaþjálfar.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Í fyrsta hluta þáttarins var sagt frá könnun sem gerð var á viðhorfum og gildismati landsmanna árið 1984. Morgunblaðið sagði ítarlega frá. Meginniðurstöðurnar sýndu að Íslendingar voru hamingjusamir, stoltir og trúhneigðir.
Fyrir fimmtán árum, þegar ár var frá Hruninu, var haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll þar sem 1.200 þátttakendur fjölluðu um lífsgildi þjóðarinnar til framtíðar. Gunnar Hersveinn heimspekingur tók þátt í fundinum og skrifaði seinna bók um niðurstöðurnar. Hann rifjaði upp það sem fólki fannst mikilvægast; heiðarleiki var þar efst á blaði.
Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði frá leiðtogafundi EES ráðsins í dag og ræddi við Sigríði Mogensen, starfsmann Samtaka iðnaðarins, sem situr í ráðgjafaráði EES. Hún segir brýnt að stjórnvöld hugi vel að helstu útflutningsmörkuðum landsins.
Sóley Kaldal flutti áttunda þátt í þáttaröðinni Öryggi þjóðar.
Tónlist:
Down here on the ground - Oscar Peterson Tríó,
Porgy - Oscar Peterson Tríó,
Mrs. Robinson - Paul Simon.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem komu út á plötum með íslenskum flytjendum árið 1984. Dúkkulísur flytja lagið Pamela, Bjartmar Guðlaugsson flytur lögin Sumarliði er fullur og Hippinn, HLH flokkurinn flytur lögin Með Haley lokk (og augað í pung) og Vertu ekki að plata mig, þar sem Sigríður Beinteinsdóttir aðstoðar við sönginn. Hljómsveitin Kikk flytur lagið Try For Your Best Friend, Grafík flytur lögin Húsið og ég (Mér finnst rigningin góð) og Þúsund sinnum segðu já og Bubbi Morthens syngur lag sitt Strákarnir á Borginni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur. Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag. Nú í nóvember er verið að selja Bláa trefilinn til styrktar félaginu og við fengum þá Stefán Stefánsson framkvæmdastjóra og Guðmund Pál Ásgeirsson formann í spjall í dag.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni og vinkill dagsins var að þessu sinni víðs fjarri dægurþrasi um stjórnmál, væntanlegar kosningar, möguleg og ómöguleg úrslit þeirra, eldgos og aðrar hamfarir bæði í tíma og rúmi, því austur í Innri Mongólíu eru borgarrústir sem vöktu áhuga Guðjóns. Hvaða fólk byggði staðinn og hvers vegna þarna í miðri eyðimörk? Hvernig stóð á því að staðurinn fór í eyði? Og hverjum datt í hug að grafa borgina upp úr sandinum?
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur og íslenskufræðingur. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína, Blóðmjólk, en nú er komin út ný bók eftir hana, Svikaslóð. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá þeirri bók, en svo auðvitað aðallega frá þeim bókum sem hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum:
Fönn fönn fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og texti Þórður Árnason)
Ástarorð / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Á skíðum skemmti ég mér / Bogomil Font (B.Berg, G. Rucher & H. Meyer, texti Ásta Sigurðardóttir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Opnað verður aftur til Grindavíkur eftir hádegi. Hraun gæti enn ógnað innviðum þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu við Sundhnúksgíga.
Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar. Vonast er til að ein verði til taks síðdegis, þangað til treystir Gæslan á þyrlu danska varðskipsins Trítons, sem er í Reykjavíkurhöfn.
Það er skemmtilegt að vera komin aftur, sagði nemandi sem mætti í skólann í morgun eftir fjögurra vikna kennaraverkfall. Verkföll hófust í þremur grunnskólum í morgun; ríkissáttasemjari segir fjölmiðlabann hafa verið nauðsynlegt til að halda viðræðum áfram.
Saksóknari í máli fransks manns sem leyfði tugum manna að nauðga eiginkonu sinni meðan hún var undir áhrifum lyfja fer fram á 20 ára fangelsi.
Stýrivaxtalækkun síðustu viku er þegar komin fram í afborgunum á óverðtryggðum lánum, segir viðskiptatengslsastjóri Aurbjargar. Lífeyrissjóðir séu seinni að bregðast við.
Verið er að kortleggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu, fari svo að aðstæður breytist þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári.
Flugfargjöld innanlands hafa hækkað meira en almennt verðlag frá því að Loftbrúarstyrkur ríkinsins tók gildi. Frambjóðendur í norðausturkjördæmi fullyrða að loftbrúarstyrkurinn hafi endað í vasa flugfélaga.
Víðtæk bilun er hjá Microsoft og notendur í vandræðum með að tengjast forritum á borð við Outlook og Teams.
Varaforseti Filippseyja, segist hafa skipað svo fyrir að ef hún yrði drepin ætti að drepa forsetann. Dómsmálaráðuneyti landsins hyggst kalla hana til yfirheyrslu vegna ummælanna.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í dag hefjast bindandi íbúakosningar um umdeilda mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í sveitarfélaginu Ölfusi. Meirihlutinn í sveitarfélaginu hélt sinn fyrsta íbúafund um verksmiðjuna í salnum Versölum í Þorlákshöfn á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar var tekist á um verksmiðjuna, svo vægt sé til orða tekið.
Birtar eru upptökur af fundinum og rætt við bæjarfulltrúa og íbúa um verksmiðjuna.
Í þættinum heyrist í þeim Ingibjörgu Ingvadóttur, Gunnsteini Ómarssyni, Elínu Fanndal, Hrönn Guðmundsdóttur, Þorleifi Eiríkssyni, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ólafi Hannessyni og Elliða Vignissyni um málið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Örlítill hluti fatnaðar sem íslendingar losa sig við ratar í endursölu og nær allur textíll er sendur í endurvinnslu til útlanda. Á föstudaginn fjölluðum við ítarlega um tísku og áhrif hennar á umhverfið og við höldum því áfram í dag. Í morgun fórum við í heimsókn í flokkunarstöð Rauða krossins og fræddumst um örlög textílsins sem við losum okkur við.
Það var fyrst árið 2009 sem leitt var í lög skýrt bann við því að beita börn líkamlegum refsingum hér á landi. Ísland var eftirbátur margra nágrannaríkja sem bönnuðu þessar refsingum áratugum fyrr. Ingólfur V Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur undanfarið rannsakað orðræðuna í kringum líkamsrefsingar barna og við ræðum við hann á eftir.
Við ljúkum svo þættinum á heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands. Þar ætlar Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu að fara með okkur tæp 300 ár aftur í tímann á nokkuð ógnvænlegar slóðir.
Tónlist og stef í þættinum:
MAC DEMARCO - Salad Days.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Úr Hulduljóðum eftir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó.
Kristinn Sigmundsson syngur, Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Þeir flytja Stirb, Lieb' und Freud úr ljóðaflokknum Zwölf Gedichte op. 35 eftir Robert Schumann. Ljóðið er eftir Justinus Kerner.
Jan DeGaetani mezzosópran syngur með The Eastman Chamber Ensemble, undir stjórn David Effron. Þau flytja Wo die schönen trompeten blasen, Úr ljóðaflokknum Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler.
Maria João Pires leikur á píanó, Augustin Dumay á fiðlu og Jian Wang á selló. Þau leika Tríó fyrir fiðlu, píanó og selló í B-dúr, K.502 frá 1786 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Verkið er í þremur þáttum:
1. Allegro
2. Larghetto
3. Allegretto
Jussi Björling tenór syngur og Harry Ebert leikur á píanó. Þeir flytja An Sylvia, D 891 op. 106 nr.4 eftir Franz Schubert. Ljóðið er eftir William Shakespeare, þýsk þýðing eftir Eduard von Bauernfeld. Hljóðritað 1940.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, þriðja þátt af fimm, The origins of time, úr Svítunni The Theory of Everything, eftir Jóhann Jóhannsson.
Kammmerkór Reykjavíkur syngur Næturregn eftir Sigurð Bragason, ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Framtíðin er þema þáttarins þessa vikuna. Hvað ber hún í skauti sér? Möguleikar hins ókomna tíma. Þeir eru óteljandi. Og spádómar um framtíðina fylla upp í eyður stóru frásagnarinnar um manninn – hvert stefnum við? Framtíðin, þetta snýst allt um hana - framtíðin er úr sama efni og nútíðin sagði franski heimspekingurinn Simone Weil. Framtíðin er ekki einhver sérstakur, óháður veruleiki að hennar mati. Hún er hrein framlenging á því sem skapað er í núinu. Já, til eru allskonar kenningar um framtíðina. Er heimurinn hringrás eða getur hann endað? Slíkar kenningar eru líka ótæmandi. Rithöfundar hafa ótal oft gert sér mat úr þessu, hvernig gæti þetta allt saman litið út?
Við opnum nýjar bækur sem sem segja framtíðarsögur, sem spá í spilin og setja hið mögulega og hugsanlega á svið. Tvær skáldsögur komu út fyrir skemmstu hjá Benedikt útgáfu, fyrstu skáldsögur tveggja höfunda á svipuðu reki. Það eru bækurnar Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur og Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson. Tvær ólíkar bækur sem báðar kíkja í kristalskúluna og spegla samfélagsins nú í þáinu. En við förum líka út í geim, horfum á jörðina utan frá - hvað sjáum við þegar plánetan blasir við í heild sinni? Við rýnum aðeins í skáldsöguna Orbital eftir Samönthu Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin nýverið.
Viðmælendur: Árni Matt, Brynja Hjálmsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Lesarar: Lóa Björk Björnsdóttir og Ari Páll Karlsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við förum út á Granda í þætti dagsins og heimsækjum fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttir. Helga Lilja hlaut hönnunarverðlaun Íslands í byrjun mánaðarins í flokknum vara ársins fyrir ullarpeysuna James Cook. Í umsögn dómnefndar er peysan sögð vera gott dæmi um framúrskarandi íslenska hönnunarvöru sem hafin er yfir síkvika strauma tíðarandans, hugsuð og framleidd fyrir íslenskan veruleika og veðurfar. Við heyrum af sköpunarferlinu, hægri tísku og umhverfi fatahönnuða hér á landi.
Einnig heyrum við rýni Soffíu Auðar Birgisdóttur í nýja bók Þórdísar Þúfu Björnsdóttur, Þín eru sárin. Og Nína Hjálmarsdóttir fjallar um Reykjavík Dance Festival.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Jóhannes Kr. blaðamaður er gestur þáttarins. Við ræðum nýja hlaðvarpsseríu, Á vettvangi, en í henni er Jóhannes á Bráðamóttökunni. Hlustunin er streituvaldandi, svo fátt eitt sé sagt. Blaðamanninum þótti mikilvægt að þættirnir kæmu út fyrir kosningar, enda heilbrigðismál stórt kosningamál.
Þórður Ingi Jónsson ræðir við þrjá gamalreynda graffarar, tilefnið er nýútkomin heimildarmynd um graffítimenningu á Íslandi og undirgöngin við Klambratún, myndin Göngin.
Hvað er ríki? Hvað er samfélag? Heimspekingarnir Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson veltu þessu fyrir sér í þættinum Sunnudagsspjall um hugmyndir, gamlar og nýjar frá árinu 2013, sem var í umsjón Ævars Kjartanssonar. Við rifjum upp hluta af spjallinu af gefnu tilefni, nú þegar styttist í kosningar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Leiðindaveður er í kortunum á kjördag en líka mikil óvissa í spám, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búið er að semja við björgunarsveitir í nánast öllu Norðvesturkjördæmi um flutning á kjörgögnum.
Hækka þarf varnargarðana við Svartsengi og Bláa lónið um fjóra metra og breikka þá um tólf. Vinna við það hefur staðið síðan um helgina og miðar vel að sögn verkstjóra.
Gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er óframkvæmanleg eins og hún er og viðsnúningur stjórnvalda varðandi hreinorkubíla alvarleg mistök. Þetta segir formaður Loftslagsráðs.
Átök, sem urðu 82 að bana í Pakistan í síðustu viku, eru hafin á ný, þar sem vopnahléssamningar, sem tókst með herkjum að ná fram um helgina, héldu ekki.
Nærri tvö þúsund og fjögur hundruð ferðamenn komu með beinu flugi frá útlöndum til Akureyrar og Egilsstaða í fyrra. Fjárhagslegur ávinningur var tæplega hálfur milljarður króna.
Og frægasti köttur landsins er horfinn. Á upptöku úr öryggismyndavél verslunar í Skeifunni má sjá manneskju ganga upp að kettinum Diego, taka hann upp og ganga með hann út.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fimm dagar eru þar til kjörstaðir verða opnaðir um allt land. Þótt einhverjir kjósi utan kjörfundar eru langflestir sem fara í sína kjördeild til að greiða atkvæði - þær loka klukkan tíu um kvöldið og þá fyrst má byrja að telja. Allt bendir til að kosninganóttin verði spennandi en fólk ætti líka að vera undir það búið að hún dragist langt fram á sunnudagsmorgun - sérstaklega ef verstu spár um veður ganga eftir. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um þetta.
Framkvæmd loftslagsaðgerða er afar veik hér á landi og viðsnúningur stjórnvalda í hvatakerfum hreinorkubíla á síðasta ári voru mjög alvarleg mistök - sem senda kolröng skilaboð, segir formaður Loftslagsráðs. Hann segir tilbúnar og fjármagnaðar loftslagsaðgerðir skila innan við helmingi þess samdráttar á losun sem að er stefnt og gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ekki til þess fallna að bæta úr því. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Halldór Þorgeirsson.
Nýlega safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Nuuk til að mótmæla því að börn væru tekin af foreldrum sínum og sett í fóstur, meðal annars á grundvelli prófa þar sem mat er lagt á hæfni foreldranna til að sinna börnunum. Þessi próf eru notuð í fjölmörgum sveitarfélögum í Danmörku en hafa lengi verið umdeild og um árabil hefur verið rætt um að breyta þeim. Þau byggist á viðmiðum og venjum vestrænna samfélaga og ali á fordómum í garð grænlenskra foreldra. Fimm sinnum algengara er í Danmörku að börn séu tekin af grænlenskum foreldrum en dönskum. Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir eru báðar lögfræðingar sem skrifa fantasíur fyrir krakka og unglinga. Í þættinum rannsakar Embla hvort einhver tenging sé á milli lögfræði og ævintýrasagna og bókaormurinn Bára spyr Kristínu Björgu út í bækurnar hennar.
Veðurstofa Íslands.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
November - Peter Herbolzheimer
Novembre (November): Troïka (Troika) - P Tchaikovsky - V Ashkenasy
Horfðu ekki eftir veginum í einmanaleika þínum og taktu ekki á rás eftir vagninum.
Nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Iiro Rantala
November - Mathias Eick
November - Max Richter - Mari Samuelsen
November - Jonas Fjeld , Hennink Kvitnes
November - Terje Gewelt
Nóvember - Þorgr Jónss - Sunna GUnnlaugs trío - Ancestry
annað nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
Skíðaferð í nóvember - Jón Hlöðver Áskelsson /Böðvar Guðmundsson- Kristinn Sigumndsson og Daníel Þorsteinsson
November - Trentemöller
November steps - T Takemitsu
November - Tom Waits
þriðja nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Jacky Terrason
November - Michael Kiedaisch, Eberhard Hahn - Terra incognita 1996
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Örlítill hluti fatnaðar sem íslendingar losa sig við ratar í endursölu og nær allur textíll er sendur í endurvinnslu til útlanda. Á föstudaginn fjölluðum við ítarlega um tísku og áhrif hennar á umhverfið og við höldum því áfram í dag. Í morgun fórum við í heimsókn í flokkunarstöð Rauða krossins og fræddumst um örlög textílsins sem við losum okkur við.
Það var fyrst árið 2009 sem leitt var í lög skýrt bann við því að beita börn líkamlegum refsingum hér á landi. Ísland var eftirbátur margra nágrannaríkja sem bönnuðu þessar refsingum áratugum fyrr. Ingólfur V Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur undanfarið rannsakað orðræðuna í kringum líkamsrefsingar barna og við ræðum við hann á eftir.
Við ljúkum svo þættinum á heimsókn í Þjóðskjalasafn Íslands. Þar ætlar Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu að fara með okkur tæp 300 ár aftur í tímann á nokkuð ógnvænlegar slóðir.
Tónlist og stef í þættinum:
MAC DEMARCO - Salad Days.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Krabbameinsfélagið Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda var stofnað þann 12. febrúar 2007. Tilgangur félagsins er að styðja karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra og aðstandendur. Krabbameinsfélagið Framför starfar á landsvísu sem sjálfstætt stuðnings- og áhugamannafélag. Nú í nóvember er verið að selja Bláa trefilinn til styrktar félaginu og við fengum þá Stefán Stefánsson framkvæmdastjóra og Guðmund Pál Ásgeirsson formann í spjall í dag.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni og vinkill dagsins var að þessu sinni víðs fjarri dægurþrasi um stjórnmál, væntanlegar kosningar, möguleg og ómöguleg úrslit þeirra, eldgos og aðrar hamfarir bæði í tíma og rúmi, því austur í Innri Mongólíu eru borgarrústir sem vöktu áhuga Guðjóns. Hvaða fólk byggði staðinn og hvers vegna þarna í miðri eyðimörk? Hvernig stóð á því að staðurinn fór í eyði? Og hverjum datt í hug að grafa borgina upp úr sandinum?
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur og íslenskufræðingur. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína, Blóðmjólk, en nú er komin út ný bók eftir hana, Svikaslóð. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá þeirri bók, en svo auðvitað aðallega frá þeim bókum sem hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum:
Fönn fönn fönn / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og texti Þórður Árnason)
Ástarorð / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
Á skíðum skemmti ég mér / Bogomil Font (B.Berg, G. Rucher & H. Meyer, texti Ásta Sigurðardóttir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Jóhannes Kr. blaðamaður er gestur þáttarins. Við ræðum nýja hlaðvarpsseríu, Á vettvangi, en í henni er Jóhannes á Bráðamóttökunni. Hlustunin er streituvaldandi, svo fátt eitt sé sagt. Blaðamanninum þótti mikilvægt að þættirnir kæmu út fyrir kosningar, enda heilbrigðismál stórt kosningamál.
Þórður Ingi Jónsson ræðir við þrjá gamalreynda graffarar, tilefnið er nýútkomin heimildarmynd um graffítimenningu á Íslandi og undirgöngin við Klambratún, myndin Göngin.
Hvað er ríki? Hvað er samfélag? Heimspekingarnir Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson veltu þessu fyrir sér í þættinum Sunnudagsspjall um hugmyndir, gamlar og nýjar frá árinu 2013, sem var í umsjón Ævars Kjartanssonar. Við rifjum upp hluta af spjallinu af gefnu tilefni, nú þegar styttist í kosningar.
Útvarpsfréttir.
Fólk kýs gervigreindarljóð umfram þau sem skrifuð eru af raunverulegu fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sagt var frá í The Guardian. Við fabúlerum um málið með Margréti Tryggvadóttur formanni Rithöfundasambands Íslands.
Íþróttafréttamiðillinn The Athletic fjallaði um helgina ítarlega um ótrúlegan árangur landsliðs Súdana í knattspyrnu en þeir eru efstir í sínum riðli í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem þeir hafa hingað til ekki komist á, og keppa einnig í Afríkukeppninni á næsta ári, og þetta gerist á sama tíma og blóðug borgarastyrjöld stendur yfir í landinu. Formaður Flóttamannaráðs Noregs sagði einmitt um helgina stærstu mannúðar- og hungurkrísu heimsins vera í Súdan. Við ætlum að ræða knattspyrnu í Súdan og áhrif stríðsins þar í landi við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann og mannfræðing.
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, ræðir við okkur um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, og sérstaklega tilboð Kennarasambandsins um að aflýsa verkföllum á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin greiði laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Formaður samninganefndar sveitarfélaganna sakar kennara um að misbeita verkfallsréttinum í auðgunarskyni.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur, í þetta skiptið Sigmund Erni Rúnarsson, sem skipar fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkjurkjördæmi norður, og Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, sem er í fjórða sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Við heyrum í Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni en hann er staddur á Ítalíu -Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Ítalíu á morgun í undankeppni EM 2025.
Frammistaða flokkanna og virkni þeirra á samfélagsmiðlum fyrir kosningar hefur vakið talsverða athygli. Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman virkni flokkanna og Andreas Örn Aðalsteinsson greinir málin með okkur.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Ný plata vikunnar, alls kyns áhugaverðir hlutir tengdir deginum í dag í bland við fullt af tónlist til að byrja daginn og vikuna fyrir okkur.
Lagalisti:
Bríet - Takk fyrir allt.
Adele - Set Fire to the Rain.
DODGY - Good Enough.
SIMON & GARFUNKEL - Mrs. Robinson.
LONDON GRAMMAR - How Does It Feel.
Kravitz, Lenny - Honey.
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born to run.
JAIN - Makeba.
Myrkvi - Glerbrot.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Birnir, GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).
GORILLAZ - Clint Eastwood.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
FLEETWOOD MAC - The Chain.
Lady Gaga - Disease.
CAPITAL CITIES - Safe And Sound.
Hera Björk Þórhallsdóttir - Scared Of Heights.
jess glynne - Hold My Hand.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
ARCTIC MONKEYS - Do I Wanna Know?.
DEPECHE MODE - Policy Of Truth.
Bridges, Leon - Peaceful Place.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
BEYONCÉ - Halo.
ROSE ROYCE - Car Wash.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
LÓN - Cold Crisp Air.
Júlí Heiðar - Fræ.
Bubbi Morthens - Serbinn.
Kaktus Einarsson - Lobster Coda.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
Árný Margrét - I miss you, I do.
X AMBASSADORS - Renegades.
U2 - Ordinary Love.
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur.
Jungle - Let's Go Back.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
Sheeran, Ed - American Town.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Opnað verður aftur til Grindavíkur eftir hádegi. Hraun gæti enn ógnað innviðum þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu við Sundhnúksgíga.
Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar. Vonast er til að ein verði til taks síðdegis, þangað til treystir Gæslan á þyrlu danska varðskipsins Trítons, sem er í Reykjavíkurhöfn.
Það er skemmtilegt að vera komin aftur, sagði nemandi sem mætti í skólann í morgun eftir fjögurra vikna kennaraverkfall. Verkföll hófust í þremur grunnskólum í morgun; ríkissáttasemjari segir fjölmiðlabann hafa verið nauðsynlegt til að halda viðræðum áfram.
Saksóknari í máli fransks manns sem leyfði tugum manna að nauðga eiginkonu sinni meðan hún var undir áhrifum lyfja fer fram á 20 ára fangelsi.
Stýrivaxtalækkun síðustu viku er þegar komin fram í afborgunum á óverðtryggðum lánum, segir viðskiptatengslsastjóri Aurbjargar. Lífeyrissjóðir séu seinni að bregðast við.
Verið er að kortleggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu, fari svo að aðstæður breytist þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári.
Flugfargjöld innanlands hafa hækkað meira en almennt verðlag frá því að Loftbrúarstyrkur ríkinsins tók gildi. Frambjóðendur í norðausturkjördæmi fullyrða að loftbrúarstyrkurinn hafi endað í vasa flugfélaga.
Víðtæk bilun er hjá Microsoft og notendur í vandræðum með að tengjast forritum á borð við Outlook og Teams.
Varaforseti Filippseyja, segist hafa skipað svo fyrir að ef hún yrði drepin ætti að drepa forsetann. Dómsmálaráðuneyti landsins hyggst kalla hana til yfirheyrslu vegna ummælanna.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa í góðu stuði þennan mánudaginn, fjölbreyttur þáttur að vanda. Plata vikunnar kynnt til leiks: Lobster Coda, ný plata frá Kaktusi Einarssyni, vinsæl lög úr erlendu deildinni skoðuð, brot úr Lagalistanum, smá jóla og margt fleira.
Hjálmar - Vor.
THE TESKEY BROTHERS - This will be our year.
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
JOHNNY CASH - God's Gonna Cut You Down.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
THE MAVERICKS - Dance The Night Away.
MANNAKORN - Gamli Skólinn.
THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong.
Mk.gee - ROCKMAN.
THE POLICE - Roxanne.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
TONI BASIL - Micky.
Chappell Roan - Hot To Go!.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Barn.
Kaktus Einarsson - Lobster Coda.
LÓN & RAKEL - Hátíðarskap.
DEAN MARTIN - Let It Snow. Let It Snow.
200.000 NAGLBÍTAR - Brjótum Það Sem Brotnar.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
THE ALL AMERICAN REJECTS - Gives you hell.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Perez, Gigi - Sailor Song.
Abrams, Gracie - That's So True (CLEAN) (bonus track).
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
Teddy Swims - Bad Dreams.
The Smiths - Some Girls Are Bigger Than Others.
LCD Soundsystem - X-ray eyes.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
ELTON JOHN FT. BRITNEY SPEARS - Hold Me Closer.
Hildur - Draumar.
HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
Kaktus Einarsson - White Burn (Radio Edit).
THE FLAMING LIPS - Yoshimi Battles The Pink Robots.
Nanna - Be This Way (with Nanna).
Una Torfadóttir - Appelsínugult myrkur.
Kaktus Einarsson - Be This Way (with Nanna).
JALEN NGONDA - Illusions.
EMMSJÉ GAUTI - Bensínljós.
BECK - Tropicalia.
KAVINSKY - Nightcall.
Nú er örstutt til kosninga og við fengum til okkar Andrés Jónsson almannatengil. Við ræddum lokametrana í kosningabaráttunni og fórum yfir nýja þingmannaspá Bakherbergisins.
Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifaði grein sem birtist á Vísi í dag undir yfirskrftinni: Hvað viltu að bíði þín heima ? Þar fjallar hún um mikilvægi þess að þeir sem búa erlendis nýti kosningarétt sinn og er hún sérstaklega að beina skrifum sínum til námsmanna ytra því þeir eins og aðrir þurfi að hafa skoðun á því hvað bíði þeirra þegar heim er komið. Við heyrðum í Þórdísi Dröfn í þættinum.
Kiðjabergsvöllur var útnefndur „Besti golfvöllur Íslands árið 2024“ af World Golf Awards en þetta er í í ellefta skipti sem þessi hátíð er haldin en hún er hluti af World Travel Awards™ sem var stofnað árið 1993 til að verðlauna framúrskarandi árangur í öllum lykilgreinum ferða- og ferðaþjónustunnar. Við heyrðum í formanni klúbbsins Guðmundi Ásgeirssyni.
Og svo hituðum við upp fyrir landsleikinn í körfubolta sem fer fram í kvöld þegar að Ísland mætir Ítalíu úti á Ítalíu. Matthías Orri Sigurðarson körfuboltasérfræðingur RÚV var á línunni.
Í nýrri úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þrír spennusagnahöfundar hafi selt ríflega 30 milljónir bóka samtals. Þetta eru þau Arnaldur Indriðason Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir. Þegar Morgunblaðið tók saman sölu þeirra þriggja árið 2019 höfðu þau nýverið rofið 20 milljóna eintaka múrinn og hafa því selt rúmlega tíu milljónir eintaka síðustu fimm árin. En hvað skýrir þessa velgengni við fáum Pétur Má Ólafsson útgefanda hjá Bjarti Veröld til að rýna í það með okkur.
Eygló Guðlaugsdóttir frá Dýrfinnu ræddi svo við okkur um köttinn Díegó sem tekinn var úr Skeifunni í gær.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Leiðindaveður er í kortunum á kjördag en líka mikil óvissa í spám, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búið er að semja við björgunarsveitir í nánast öllu Norðvesturkjördæmi um flutning á kjörgögnum.
Hækka þarf varnargarðana við Svartsengi og Bláa lónið um fjóra metra og breikka þá um tólf. Vinna við það hefur staðið síðan um helgina og miðar vel að sögn verkstjóra.
Gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er óframkvæmanleg eins og hún er og viðsnúningur stjórnvalda varðandi hreinorkubíla alvarleg mistök. Þetta segir formaður Loftslagsráðs.
Átök, sem urðu 82 að bana í Pakistan í síðustu viku, eru hafin á ný, þar sem vopnahléssamningar, sem tókst með herkjum að ná fram um helgina, héldu ekki.
Nærri tvö þúsund og fjögur hundruð ferðamenn komu með beinu flugi frá útlöndum til Akureyrar og Egilsstaða í fyrra. Fjárhagslegur ávinningur var tæplega hálfur milljarður króna.
Og frægasti köttur landsins er horfinn. Á upptöku úr öryggismyndavél verslunar í Skeifunni má sjá manneskju ganga upp að kettinum Diego, taka hann upp og ganga með hann út.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fimm dagar eru þar til kjörstaðir verða opnaðir um allt land. Þótt einhverjir kjósi utan kjörfundar eru langflestir sem fara í sína kjördeild til að greiða atkvæði - þær loka klukkan tíu um kvöldið og þá fyrst má byrja að telja. Allt bendir til að kosninganóttin verði spennandi en fólk ætti líka að vera undir það búið að hún dragist langt fram á sunnudagsmorgun - sérstaklega ef verstu spár um veður ganga eftir. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um þetta.
Framkvæmd loftslagsaðgerða er afar veik hér á landi og viðsnúningur stjórnvalda í hvatakerfum hreinorkubíla á síðasta ári voru mjög alvarleg mistök - sem senda kolröng skilaboð, segir formaður Loftslagsráðs. Hann segir tilbúnar og fjármagnaðar loftslagsaðgerðir skila innan við helmingi þess samdráttar á losun sem að er stefnt og gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ekki til þess fallna að bæta úr því. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Halldór Þorgeirsson.
Nýlega safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Nuuk til að mótmæla því að börn væru tekin af foreldrum sínum og sett í fóstur, meðal annars á grundvelli prófa þar sem mat er lagt á hæfni foreldranna til að sinna börnunum. Þessi próf eru notuð í fjölmörgum sveitarfélögum í Danmörku en hafa lengi verið umdeild og um árabil hefur verið rætt um að breyta þeim. Þau byggist á viðmiðum og venjum vestrænna samfélaga og ali á fordómum í garð grænlenskra foreldra. Fimm sinnum algengara er í Danmörku að börn séu tekin af grænlenskum foreldrum en dönskum. Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Ágúst - Með þig á heilanum.
Bríet - Takk fyrir allt.
DannyLux, Black Keys - Mi Tormenta.
Suicide - Dream baby dream.
PJ Harvey, Tim Phillips - Love Will Tear Us Apart.
BIG THIEF - Haley.
Gigi Perez - Sailor Song.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
KING KRULE - Easy Easy.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
Tim Bernardes, BADBADNOTGOOD - Poeira Cosmica
KHRUANGBIN - Texas Sun.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Lady Blackbird - Like a Woman.
GRETA VAN FLEET - Highway tune.
Jack White - You Got Me Searching.
Zach Bryan - This World's A Giant.
Shaboozey - Good News.
JOHNNY CASH - I See a Darkness.
Maggie Rogers - In The Living Room.
NEW ORDER - Regret.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Rachel Chinouriri - Never Need Me.
West, Kanye, Cordae - No Bad News
The Kid LAROI, Quavo - SLOW IT DOWN
Hjálmar - Vor.
Mayer, John, Zedd - Automatic Yes.
Snoop Doggy Dogg, Pharrell, Charlie Wilson - Beautiful
Marley, Skip - Close.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Davido, YG Marley - Awuke.
Kendrick Lamar - I.
Ethel Cain - Punish.
Boards of Canada - Dayvan Cowboy
Kælan mikla - Stjörnuljós
Lana Del Rey - Young & Beautiful
Nessa Barret - Mustang Baby
Izleifur - Plástur
Útvarpsfréttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þetta skiptið fáum við til okkar Kaktus Einarsson, fjölhæfan tónlistarmann sem hefur nýlega gefið út sína aðra sólóplötu, Lobster Coda. Við ætlum að ræða við hann um ferilinn, nýju plötuna og þau áhrif sem móta tónlist hans.