12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 25. nóvember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Opnað verður aftur til Grindavíkur eftir hádegi. Hraun gæti enn ógnað innviðum þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu við Sundhnúksgíga.

Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar. Vonast er til að ein verði til taks síðdegis, þangað til treystir Gæslan á þyrlu danska varðskipsins Trítons, sem er í Reykjavíkurhöfn.

Það er skemmtilegt að vera komin aftur, sagði nemandi sem mætti í skólann í morgun eftir fjögurra vikna kennaraverkfall. Verkföll hófust í þremur grunnskólum í morgun; ríkissáttasemjari segir fjölmiðlabann hafa verið nauðsynlegt til að halda viðræðum áfram.

Saksóknari í máli fransks manns sem leyfði tugum manna að nauðga eiginkonu sinni meðan hún var undir áhrifum lyfja fer fram á 20 ára fangelsi.

Stýrivaxtalækkun síðustu viku er þegar komin fram í afborgunum á óverðtryggðum lánum, segir viðskiptatengslsastjóri Aurbjargar. Lífeyrissjóðir séu seinni að bregðast við.

Verið er að kortleggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu, fari svo að aðstæður breytist þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári.

Flugfargjöld innanlands hafa hækkað meira en almennt verðlag frá því að Loftbrúarstyrkur ríkinsins tók gildi. Frambjóðendur í norðausturkjördæmi fullyrða að loftbrúarstyrkurinn hafi endað í vasa flugfélaga.

Víðtæk bilun er hjá Microsoft og notendur í vandræðum með að tengjast forritum á borð við Outlook og Teams.

Varaforseti Filippseyja, segist hafa skipað svo fyrir að ef hún yrði drepin ætti að drepa forsetann. Dómsmálaráðuneyti landsins hyggst kalla hana til yfirheyrslu vegna ummælanna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,