16:05
Víðsjá
Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður, Þín eru sárin, Reykjavík Dance Festival / rýni
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Við förum út á Granda í þætti dagsins og heimsækjum fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttir. Helga Lilja hlaut hönnunarverðlaun Íslands í byrjun mánaðarins í flokknum vara ársins fyrir ullarpeysuna James Cook. Í umsögn dómnefndar er peysan sögð vera gott dæmi um framúrskarandi íslenska hönnunarvöru sem hafin er yfir síkvika strauma tíðarandans, hugsuð og framleidd fyrir íslenskan veruleika og veðurfar. Við heyrum af sköpunarferlinu, hægri tísku og umhverfi fatahönnuða hér á landi.

Einnig heyrum við rýni Soffíu Auðar Birgisdóttur í nýja bók Þórdísar Þúfu Björnsdóttur, Þín eru sárin. Og Nína Hjálmarsdóttir fjallar um Reykjavík Dance Festival.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,