18:00
Kvöldfréttir útvarps
Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
Kvöldfréttir útvarpsKvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Bjarni Benediktsson ætlar ekki að setjast á þing og gefur ekki kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Baráttan um formannssætið er hafin.

Landssamband veiðifélaga tekur undir með Húnabyggð sem hefur hafnað efnistöku sem spillt geti lífríki veiðiáa í sveitarfélaginu. Það sé of algengt að tekið sé efni úr veiðiám án þess að kanna áhrifin fyrirfram.

Átta létust í sjö aðskildum málum þar sem grunur var um manndráp árið 2024. Slík mál hafa aldrei verið fleiri ef litið er aftur til aldamóta.

Frelsisflokkurinn fékk í dag umboð til að mynda ríkisstjórn í Austurríki. Flokkurinn er mjög hægrisinnaður þjóðernisflokkur og fékk flest atkvæði í þingkosningum síðasta haust.

Justin Trudeau sagði af sér sem forsætisráðherra Kanada og formaður frjálslynda flokksins á blaðamannafundi í dag. Hann hefur verið afar umdeildur innan flokks sem utan.

Ný mathöll var opnuð á Glerártorgi á Akureyri fyrir jól. Rekstrarstjóri segir landsbyggðina vel geta bætt við sig mathöllum.

Er aðgengilegt til 06. janúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,