23:10
Frjálsar hendur
Bréf til Láru 1
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Á árinu 2024 eru 100 ár liðin frá því að út kom ein áhrifamesta bók 20. aldar, Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, þar sem hann fjallar um ævi sína, lífskoðanir, andleg málefni, pólitík og margt fleira, og af þvílíkri stílsnilld og hugkvæmni að annað eins hafði vart áður sést. Í þættinum verður sagt nokkuð frá bókinni en aðallega fær litríkur, flæðandi texti Þórbergs að njóta sín í fjörlegum frásögnum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,