12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 20. október 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Sjö börn voru vistuð á Stuðlum þegar eldur kviknaði þar í gær. 17 ára piltur lést í brunanum. Miðlæg rannsóknardeild lögreglu rannsakar málið.

87 hafa fallið eftir árásir Ísraelshers á Gaza undanfarin sólarhring. 73 voru drepnir í einni og sömu loftárásinni. Þá hafa árásir hersins í Beirút í Líbanon færst í vöxt.

Rúmlega sextíu hafa lýst yfir framboði í prófkjöri Pírata sem hefst dag og þá verður kosið um efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í fjórum kjördæmum.

Nýr flokkur Græningja stefnir á framboð fyrir alþingisþingkosningar. Það er þá fjórði flokkurinn utan þings sem tilkynnir um framboð til Alþingis.

Grindavík verður aðgengileg öllum frá og með morgundeginum. Enn er þó töluverð hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur í bænum.

Lögreglan á suðurnesjum birti mynd af lögregluþjóni á samfélagsmiðlum í síðustu viku sem búin var til með gervigreind. Lögreglustjóri segir það hafa verið yfirsjón starfsmanns. Það verði ekki gert aftur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,