Sara Swietlicki, Morten Grove Frandsen, Ilker Arcayürek og Lars Møller syngja með Dönsku kammersveitinni og Danska konsertkórnum; Ádám Fischer stjórnar.
Þorsteinn Ö. Stephensen les „Óðinn til gleðinnar" eftir Friedrich Schiller í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á undan fjórða þætti verksins.
Veðurstofa Íslands.
Árið 2025 er nú að ganga í garð, en það ár er aldarfjórðungur liðinn frá aldamótunum 2000.
Í tilefni af því verður í tveimur þáttum fjallað um kvæði og tónverk sem samin voru í tilefni af aldamótunum 1900 og 2000. Raunar var aldamótunum 1900 almennt fagnað um áramótin 1900-1901, en aldamótunum 2000 um áramótin 1999-2000, vegna þess að menn voru ekki á eitt sáttir um það hvenær aldamótin væru. Í fyrri þættinum verður fjallað um aldamótin 1900-1901 og meðal annars flutt lög Helga Helgasonar, Jóns Laxdal og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar við aldamótakvæði Hannesar Hafstein og Einars Benediktssonar. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Lesarar: Valur Freyr Einarsson og Guðrún Þórðardóttir.
Guðsþjónusta.
Hátíðarmessa á nýársdag.
Biskup Íslands, frú Guðrún Karls Helgudóttir, predikar.
Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari.
Organisti: Guðmundur Sigurðsson.
Kór: Dómkórinn syngur.
Stjórnandi: Guðmundur Sigurðsson.
Íslenskur hátíðasöngur séra Bjarna Þorsteinssonar fluttur.
Fyrir predikun:
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist, BWV 614, Johann Sebastian Bach (1685-1750).
Sálmur 77: Aftur að sólunni. Lag: Stralsund 1665, Halle 1741- PG 1861. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 795: Gefðu að móðurmálið mitt. Íslenskt fimmundarlag, Sb. 1589. Texti: Hallgrímur Pétursson.
Sálmur 473: Englar hæstir. Lag: Blackie, úts. Þorkell Sigurbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.
Sálmur 74: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: Weyse. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftir predikun:
Sálmur 497: Skín, guðdóms sól. Lag: A. P. Berggreen. Texti: Ólína Andrésdóttir.
Sálmur 1: Ó, Guð vors lands. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.
Eftirspil: Jesu, meine Freude, BWV 610, J. S. Bach.
Útvarpsfréttir.
Einn er alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír eru í haldi vegna árásarinnar.
Minnst tíu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók bíl inn í hóp fólks í borginni New Orleans í nótt. Greint er frá því að maðurinn hafi því næst stigið úr bílnum og skotið á nærstadda.
Tveir komu á Landspítala vegna flugeldaslysa um áramótin. Þau hafa ekki verið jafn fá í mörg ár. Óhófleg áfengisneysla og afleiðingar hennar var helsta ástæða þess að fólk leitaði þangað um áramótin.
Mikil loftmengun var á höfuðborgarsvæðinu um áramótin enda miklu skotið upp. Þótt veður hafi verið rólegt var samt nægilegur og stöðugur vindur þannig að loftið hreinsaðist tiltölulega fljótt að sögn sérfræðings.
Stjórnvöld í Úkraínu stöðvuðu í morgun flutning gass frá Rússlandi og til Evrópu um úkraínskar leiðslur. Úkraínumenn hrósa sigri, en skiptar skoðanir eru í Evrópu, þar sem íbúar sjá fram á hærra gasverð.
Á morgun ætlar ríkisstjórnin að efna til samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Þetta sagði forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu. Hún vonast til að vextir lækki þegar líður á árið.
Fjöldi flóttamanna sem koma til Bretlands um Ermasund jókst um fjórðung á nýliðnu ári. Þrátt fyrir síaukna umræðu um innflytjendamál í Bretlandi, meðal annars í aðdraganda þingkosninga í fyrra, virðist lítið breytast.
Fyrsta barn ársins er fætt. Drengur fæddist á Landspítalanum að ganga tvö í nótt.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona og hljómsveitarstjóri stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutningi á tveimur verkum sem hún pantaði sérstaklega fyrir syngjandi hljómsveitarstjóra og hljóðrituð voru sérstaklega fyrir Ríkisútvarpið. Verkin eru Be not afeard – Konsert fyrir kóloratúrsópran og hljómsveit eftir Jóhann G. Jóhannsson og Djúpalón eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Í þættinum eru hljóðritin leikin en jafnframt ræðir Guðni Tómasson við Ragnheiði um verkin og tónlistina í lífi hennar.
Japanski aðgerðahópurinn Nihon Hidankyo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2024. Hópurinn berst gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og vekur athygli á viðkvæmri stöðu þeirra sem hafa mátt þola leiðar afleiðingar kjarnorku, hvort sem er í friðsælum tilgangi eða hernaðarlegum. Fjallað er um hópinn, sögu hans og áhrif.
Umsjón: Oddur Þórðarson.
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 ár skammtafræðinnar.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Í þessum þáttum, frá 2023, kynnum við okkur heim skammtafræðinnar, og brjótum heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Við kynnum okkur heim skammtafræðinnar, í því ljósi brjótum við heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Vald örlaganna (La forza del destino) eftir Giuseppe Verdi
Hljóðritun frá sýningu Scala-óperunnar í Mílanó 7. desember á liðnu ári.
Í aðalhlutverkum:
Leónóra: Anna Netrebko.
Don Alvaro: Brian Jagde.
Don Carlo di Vargas: Ludovic Tézier.
Markgreifinn af Calatrava: Fabrizio Beggi.
Preziosilla: Vasilisa Berzhanskaya.
Kór og hljómsveit Scala-óperunnar í Mílanó;
Riccardo Chailly stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Veðurfregnir kl. 22:05.
Þeir eru stimamýksti, saxófóndúett landsins, Skafti og Skapti íslenskrar tónlistar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þeir ekki meikað það.
Eða er ástæðan kannski augljós? Af hverju er svo mörgum svona illa við saxófóna? Saxi og Sachsi rannsaka málið.
Umsjón:
Eiríkur Stephensen (Saxi)
Úlfur Eldjárn (Sachsi)
Spjátrungarnir Saxi og Sachsi fá til sín haug af viðmælendum til að ræða um poppsaxófóninn í íslensku samhengi og segja frá merkilegri uppgötvun sem kollvarpar fyrri hugmyndum um uppruna saxófónsins.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Einn er alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír eru í haldi vegna árásarinnar.
Minnst tíu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók bíl inn í hóp fólks í borginni New Orleans í nótt. Greint er frá því að maðurinn hafi því næst stigið úr bílnum og skotið á nærstadda.
Tveir komu á Landspítala vegna flugeldaslysa um áramótin. Þau hafa ekki verið jafn fá í mörg ár. Óhófleg áfengisneysla og afleiðingar hennar var helsta ástæða þess að fólk leitaði þangað um áramótin.
Mikil loftmengun var á höfuðborgarsvæðinu um áramótin enda miklu skotið upp. Þótt veður hafi verið rólegt var samt nægilegur og stöðugur vindur þannig að loftið hreinsaðist tiltölulega fljótt að sögn sérfræðings.
Stjórnvöld í Úkraínu stöðvuðu í morgun flutning gass frá Rússlandi og til Evrópu um úkraínskar leiðslur. Úkraínumenn hrósa sigri, en skiptar skoðanir eru í Evrópu, þar sem íbúar sjá fram á hærra gasverð.
Á morgun ætlar ríkisstjórnin að efna til samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Þetta sagði forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu. Hún vonast til að vextir lækki þegar líður á árið.
Fjöldi flóttamanna sem koma til Bretlands um Ermasund jókst um fjórðung á nýliðnu ári. Þrátt fyrir síaukna umræðu um innflytjendamál í Bretlandi, meðal annars í aðdraganda þingkosninga í fyrra, virðist lítið breytast.
Fyrsta barn ársins er fætt. Drengur fæddist á Landspítalanum að ganga tvö í nótt.
Fréttastofa RÚV.
Úrval af tónleika upptökum úr þættinum Konsert.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.
Í nýárskonsert Rásar er boðið upp á brot af því besta af lifandi tónlist sem Rás 2 bauð upp á á árinu sem var að kveðja. Við komum við á Bræðslunni, Á músíktilraunum, Aldrei fór ég suður og fleiri góðum stöðum.