Hvað syngur í stjórnandanum?
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona og hljómsveitarstjóri stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutningi á tveimur verkum sem hún pantaði sérstaklega fyrir syngjandi hljómsveitarstjóra og hljóðrituð voru sérstaklega fyrir Ríkisútvarpið. Verkin eru Be not afeard – Konsert fyrir kóloratúrsópran og hljómsveit eftir Jóhann G. Jóhannsson og Djúpalón eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Í þættinum eru hljóðritin leikin en jafnframt ræðir Guðni Tómasson við Ragnheiði um verkin og tónlistina í lífi hennar.