Sinfónía nr. 9 í d-moll eftir Ludwig van Beethoven
Sara Swietlicki, Morten Grove Frandsen, Ilker Arcayürek og Lars Møller syngja með Dönsku kammersveitinni og Danska konsertkórnum; Ádám Fischer stjórnar.
Þorsteinn Ö. Stephensen les „Óðinn til gleðinnar" eftir Friedrich Schiller í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á undan fjórða þætti verksins.