Útvarpsfréttir.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Síðasti dagur ársins er runninn upp. Í kvöld og á morgun flytja þær Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Halla Tómasdóttir forseti áramótaávörp sín til þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þær flytja slík ávörp og í fyrsta sinn sem konur flytja þau bæði. Við glugguðum í fyrstu áramótaávörp fyrri forseta.
Við gerðum upp árið í Þýskalandi með Arthuri Björgvini Bollasyni. Það er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið í stjórnmálunum þar, en það var líka nóg um að vera í menningu og íþróttum.
Og árið sem er að líða hefur sannarlega verið viðburðaríkt á vettvangi stjórnmálanna hér á landi. Fyrir ári síðan var rætt hvort ríkisstjórnin sem þá sat myndi klára veturinn, og kjörtímabilið. Hún kláraði veturinn, þó breytingar hafi orðið á þegar Katrín Jakobsdóttir hætti sem forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson tók við, en kjörtímabilið styttist í annan endann. Ný ríkisstjórn er nýtekin við völdum og nýr forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fór yfir árið 2024 og horfði fram á 2025 með okkur í síðasta hluta þáttarins.
Tónlist:
Megan Moroney - What Are You Listening To?
Mairi Campbell - Auld lang syne.
Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius - Líttu sérhvert sólarlag.
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Hvað ertu að gera á gamlárs?.
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda undirbýr æfingu á viðbrögðum við rofi allra sæstrengja sem liggja til og frá Íslandi. Forstöðumaður sveitarinnar segir að rof hefði miklar afleiðingar sem ábyrgðarhluti sé að geta brugðist við.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði viljað sjá fyrrverandi ríkisstjórn endast út kjörtímabilið en það hafi þó verið hárrétt ákvörðun að boða til kosninga. Þetta er meðal þess sem kom fram í uppgjöri leiðtoga stjórnmálaflokkanna.
Akureyringar gagnrýna breytta staðsetningu áramótabrennunnar í bænum. Hátt í kílómetersganga er að nýja brennustæðinu sem áður var innan bæjarins. Brennustjóri segir breytinguna nauðsynlega vegna eldvarna.
Kínverjar segjast hafa deilt öllum gögnum um Covid-19 faraldurinn sem beðið var um. Þau eru reiðubúin að halda áfram að rannsaka uppruna veirunnar.
Löng bið hefur verið eftir útgáfu ökuskírteina síðustu vikur. Hún ætti þó að styttast á nýju ári þegar framleiðslan færist hingað til lands.
Íslenski fjárhundurinn hefur verið viðurkenndur sem tegund af breska hundaræktunarfélaginu. Mikilvægt og gott skref segir menningarfræðingur og áhugamanneskja um íslenska fjárhundinn.
Hvaðan koma skemmtarar og hvar endar þeir? Þetta plássfreka hljóðfæri og stofustáss hefur slegið taktinn og haldið uppi stuðinu áratugum saman hér á landi en er nú smám saman að staflast upp í ruslahaugum. Skemmtarinn á sér ríka og merkilega sögu sem Freyr Eyjólfsson fer yfir með fróðu fólki.
Þeir eru stimamýksti, saxófóndúett landsins, Skafti og Skapti íslenskrar tónlistar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þeir ekki meikað það.
Eða er ástæðan kannski augljós? Af hverju er svo mörgum svona illa við saxófóna? Saxi og Sachsi rannsaka málið.
Umsjón:
Eiríkur Stephensen (Saxi)
Úlfur Eldjárn (Sachsi)
Spjátrungarnir Saxi og Sachsi fá til sín haug af viðmælendum til að ræða um poppsaxófóninn í íslensku samhengi og segja frá merkilegri uppgötvun sem kollvarpar fyrri hugmyndum um uppruna saxófónsins.
Guðsþjónusta.
Bein útsending frá Hallgrímskirkju.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
Kór Hallgrímskirkju syngur, stjórnandi Steinar Logi Helgason.
Einsöngur: María Ösp Ómarsdóttir.
Messuþjónar lesa ritningarlestra.
Fyrir predikun:
Forspil: Das alte Jahr vergangen ist BWV 614 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 581: Með Jesú byrja ég. Lag: Martin Rinckhart / J.K. Ziegler. Texti: Valdimar Briem.
Kórsöngur Nýársljóð. Lag: Felix Mendelssoh. Texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Sálmur 67a: Fögur er foldin. Þjóðlag frá Slesíu / B.S. Ingemann. Texti: Matthías Jochumson.
Eftir predikun:
Kórsöngur: Mary´s Magnificat eftir Andrew Carter.
Sálmur 71: Nú árið er liðið. Lag: Andreas P. Berggren. Texti; Valdimar Briem.
Eftirspil: Toccata og fúga í d-moll BWV 565 eftir Johann Sebastian Bach.
Íslensk þjóðlög, áramótasöngvar og alþýðulög í flutningi Sinfóníuhljósmveitar Íslands, Tryggva Tryggvasonar og félaga, Kammerkórsins, Einsöngvarakvartettsins, Kammersveitar Reykjavíku, Arnar Magnússonar píanóleikara, Hamrahlíðarkórsins, Sönghópsins Grímu og fleiri.
Kynnir: Sigvaldi Júlíusson.
Málmblásarasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur áramótalög; Tryggvi M. Baldvinsson stjórnar.
Vínarvalsar og óperettutónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og söngvaranna Álfheiðar Erlu Guðmundsdóttur og Odds Arnþórs Jónssonar; Mirian Khukhunaishvili stjórnar.
Veðurstofa Íslands.
Á síðustu árum 5. áratugarins var mikil vöruþurrð á Íslandi, nauðsynjavörur voru stranglega skammtaðar og húsmæður fóru á fætur á næturlagi til að bíða í biðröðum fyrir utan verslanir. Mikið var hent gaman að þessu í revíunum, og í þættinum verður fjallað um Akureyrarrevíuna „Taktu það rólega“ frá 1948 og „Gullnu leiðina“ eftir Loft Guðmundsson sem sýnd var í Hafnarfirði 1949, en í báðum þessum revíum kemur fram persóna sem heitir Hamstrína, og hugsar ekki um annað en að hamstra sem mest af vörum. Rætt verður við Richard Þórólfsson og Gísla Eyland, sem tóku þátt í „Taktu það rólega“ og Engilráð Óskarsdóttur sem lék í „Gullnu leiðinni“.
Leiklestur: Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson.
Helga les brot úr revíunni Taktu það rólega (höfundar að líkindum: Baldur Eiríksson, Hreiðar Eiríksson, Júlíus Oddson og Hólmgeir Pálmason).
Kjartan les brot úr revíunni Taktu það rólega og brot úr revíunni Gullnu leiðinni eftir Loft Guðmundsson.
Einnig eru viðtöl við Kristínu Jónsdóttur, Richard Þórólfsson, Gísla Eyland og Engilráð Óskarsdóttur.
Flutt er brot úr revíunni Vertu bara kátur eftir Harald Á. Sigurðsson, Indriða Waage, og Tómas Guðmundsson, leikarar: Nína Sveinsdóttir og Lárus Ingólfsson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
GDRN, Friðrik Dór og Moses Hightower flytja eigin tónlist í nýjum búningi með Stórsveit Reykjavíkur.
Útsetningar eru eftir Veigar Margeirsson, Kjartan Valdimarsson, Jesper Riis, Franky Rousseau og Ara Braga Kárason, sem jafnframt stjórnar hljómsveitinni.
Karlaraddir Óperukórsins og Karlakórinn Fóstbræður syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands; Garðar Cortes stjórnar.
Lagahöfundur: Páll Ísólfsson. Textahöfundur: Davíð Stefánsson.
Karlaraddir Óperukórsins og Karlakórinn Fóstbræður
syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands; Garðar Cortes
stjórnar.
Útvarpsfréttir.
Anna Claessen, markþjálfi og einkaþjálfari, fór yfir markmiðasetningu um áramót.
Kjartan Long sagði frá áskorun sem hópur fólks tók í upphafi árs að ganga hundrað sinnum á Úlfarfellið á árinu.
Þær Elín Sif Hall og Rakel Garðarsdóttir sögðu frá sjónvarpsþáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands.
Guðmundur Jóhannsson er tæknigúru Morgunútvarpsins. Hann sagði hlustendum frá skammtatölvum framtíðarinnar.
Gamlárshlaup ÍR fer fram í dag. Unnur Björnsdóttir sagði hlustendum allt um hið árlega hlaup.
Lagalistinn:
KK - Kærleikur og tími.
ABBA - Happy new year.
Green Day - Time Of Your Life.
Björgvin Halldórsson - Stóð ég úti í tunglsljósi.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu.
Elín Hall - Komdu til baka.
Frumburður og Daniil - Bráðna.
Eyjólfur Kristjánsson - Eins og vonin, eins og lífið (Live).
Á móti sól - Afmæli.
Ingvar Þór Björnsson og Hafdís Helga Helgadóttir gera upp árið með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi.
Útvarpsfréttir.
Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda undirbýr æfingu á viðbrögðum við rofi allra sæstrengja sem liggja til og frá Íslandi. Forstöðumaður sveitarinnar segir að rof hefði miklar afleiðingar sem ábyrgðarhluti sé að geta brugðist við.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði viljað sjá fyrrverandi ríkisstjórn endast út kjörtímabilið en það hafi þó verið hárrétt ákvörðun að boða til kosninga. Þetta er meðal þess sem kom fram í uppgjöri leiðtoga stjórnmálaflokkanna.
Akureyringar gagnrýna breytta staðsetningu áramótabrennunnar í bænum. Hátt í kílómetersganga er að nýja brennustæðinu sem áður var innan bæjarins. Brennustjóri segir breytinguna nauðsynlega vegna eldvarna.
Kínverjar segjast hafa deilt öllum gögnum um Covid-19 faraldurinn sem beðið var um. Þau eru reiðubúin að halda áfram að rannsaka uppruna veirunnar.
Löng bið hefur verið eftir útgáfu ökuskírteina síðustu vikur. Hún ætti þó að styttast á nýju ári þegar framleiðslan færist hingað til lands.
Íslenski fjárhundurinn hefur verið viðurkenndur sem tegund af breska hundaræktunarfélaginu. Mikilvægt og gott skref segir menningarfræðingur og áhugamanneskja um íslenska fjárhundinn.