Gullöld revíunnar - Taktu það rólega á gullnu leiðinni

Frumflutt

31. des. 2024

Aðgengilegt til

31. mars 2025
Gullöld revíunnar - Taktu það rólega á gullnu leiðinni

Gullöld revíunnar - Taktu það rólega á gullnu leiðinni

Á síðustu árum 5. áratugarins var mikil vöruþurrð á Íslandi, nauðsynjavörur voru stranglega skammtaðar og húsmæður fóru á fætur á næturlagi til bíða í biðröðum fyrir utan verslanir. Mikið var hent gaman þessu í revíunum, og í þættinum verður fjallað um Akureyrarrevíuna „Taktu það rólega“ frá 1948 og „Gullnu leiðina“ eftir Loft Guðmundsson sem sýnd var í Hafnarfirði 1949, en í báðum þessum revíum kemur fram persóna sem heitir Hamstrína, og hugsar ekki um annað en hamstra sem mest af vörum. Rætt verður við Richard Þórólfsson og Gísla Eyland, sem tóku þátt í „Taktu það rólega“ og Engilráð Óskarsdóttur sem lék í „Gullnu leiðinni“.

Leiklestur: Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson.

Helga les brot úr revíunni Taktu það rólega (höfundar líkindum: Baldur Eiríksson, Hreiðar Eiríksson, Júlíus Oddson og Hólmgeir Pálmason).

Kjartan les brot úr revíunni Taktu það rólega og brot úr revíunni Gullnu leiðinni eftir Loft Guðmundsson.

Einnig eru viðtöl við Kristínu Jónsdóttur, Richard Þórólfsson, Gísla Eyland og Engilráð Óskarsdóttur.

Flutt er brot úr revíunni Vertu bara kátur eftir Harald Á. Sigurðsson, Indriða Waage, og Tómas Guðmundsson, leikarar: Nína Sveinsdóttir og Lárus Ingólfsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

,