Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ný ríkisstjórn segir það sitt fyrsta verk að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Við spurðum nýjan fjármálaráðherra, Daða Má Kristófersson, um þetta og fleira.
Árið í fyrra var á flesta mælikvarða það versta fyrir börn á átakasvæðum, samkvæmt tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Við ræddum um stöðu barna í heiminum og útlitið fyrir 2025 þegar Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kom í þáttinn.
Og í síðasta hluta þáttarins lyftum við andanum. Magnús Lyngdal Magnússon kom með fallega píanókonserta með sér í dag.
Tónlist:
Joshua Redman, Gabrielle Cavassa - Do You Know What It Means To Miss New Orleans?.
Joshua Redman, Gabrielle Cavassa - Where Are You?.
Aaron Parks - Flyways.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um ævi og störf Louis Le Prince, fransks uppfinningamanns sem starfaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Le Prince var brautryðjandi á sviði kvikmyndaupptökutækni, en hvarf á dularfullan hátt áður en hann gat kynnt heimsbyggðinni afrakstur vinnu sinnar.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Vala Höskuldsdóttir. Hún er söngkona og lagahöfundur og annar helmingur Hljómsveitarinnar Evu, hinn helmingurinn er Sigríður Eir Zophoníasardóttir. Auk tónlistarinnar hefur Vala unnið sem ráðgjafi, leikkona, leiklistarkennari, hér í útvarpinu og ýmislegt fleira. Vala er að norðan og við fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Eyrinni á Akureyri og fórum svo á handahlaupum í gegnum tíðina til dagsins í dag. Vala er að eigin sögn mikið tilfinningablóm og hún glímir og við ræddum meðal annars við hana um stórar tilfinningar tengdar jólunum og það að horfast í augu við þær. Hún segist vera loksins byrjuð að samþykkja það að jólaskapið sé alls konar og eftir að hún hætti að streitast á móti tilfinningunum þá losnaði um stíflu og hún hefur varla hætt að hlægja síðan.
Svo var það matarspjallið, þar sem meirihluti þáttakenda var norðan heiða, en Sigurlaug Margrét var ásamt Guðrúnu í hljóðveri RÚV á Akureyri. Við ræddum meðal annars um soðbrauð og kæfu, sem þær gæddu sér á undir spjallinu.
Tónlist í þættinum:
Það er allt í lagi að leggja sig á daginn / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Sveinbjörn Thorarensen og Ívar Pétur Kjartansson)
Thank You / half.alive (Brett Kramer, J.Tyler Johnson, James Alan, Joshua William Taylor, Michael Coleman)
Both Sides Now / Joni Mitchell (Joni Mitchell)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kaldvík hefur breytt verkferlum eftir að rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust hjá fyrirtækinu í Fáskrúðsfirði í nóvember og byrjun desember. Matvælastofnun rannsakar dauða seiðanna sem nýlega höfðu verið flutt í fjörðinn.
Óróahviða sem mældist á Snæfellsnesi í gær gæti verið merki um kvikuhreyfingar á miklu dýpi. Engin merki eru um að kvika sé nærri yfirborðinu á Vesturlandi.
Rúmlega ellefuhundruð umsagnir hafa borist í Samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir tillögum frá almenningi um hagræðingu og einföldun stjórnsýslu. Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum í dag.
Árið 2024 var kaldasta ár aldarinnar hér á landi en það hlýjasta annars staðar í heiminum. Veðurfræðingur segir þetta hafa verið ár norðanáttarinnar.
Afsettur forseti Suður-Kóreu ætlar ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Vopnaðir lífverðir og harðákveðnir stuðningsmenn komu í veg fyrir að hægt væri að handtaka hann.
Þeim fækkar sem drepnir eru í skotárásum í Svíþjóð. Ein ástæða þess er nokkuð einföld – eftir harðvítug átök glæpahópa, eru bara mun færri eftir til að skjóta.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Þórsberg á Tálknafirði um kaup á öllum krókaflakvóta þeirra fyrir sjö og hálfan milljarð.
Mikilvægt er að skapa sátt um uppbyggingu orkumannvirkja, segir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Áhrifin á nærsamfélagið geti verið neikvæð og því mikilvægt að ávinningur skili sér til íbúa.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þættirnir Say Nothing á streymisveitunni Disney hafa flett ofan af gömlum sárum írsku þjóðarinnar og hrundið af stað umræðu um óuppgerða glæpi frá óreirðartímum síðustu aldar. Þeir segja frá aðild tveggja systra í voðaverkum írska lýðveldishersins, ÍRA. Sólveig Jónsdóttir rithöfundur segir frá rannsóknarvinnunni að baki þáttunum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fimbulfrost setti svip sinn á áramótin á Akureyri, það lækkaði töluvert í hitaveitutönkunum og Norðurorka virkjaði neyðarstjórn. Ástandið er skárra núna þó frostið sé aftur að herða tökin. Í fyrri hluta þáttarins ræðum við Baldur Viðar Jónsson, vélfræðing hjá Norðurorku - um snjóbræðslukerfi sem eiga ekkert í gaddinn, ofanjarðarlagnir frá áttunda áratugnum, nýjar og gamlar borholur - já bara hitaveituinnviðina á Akureyri eins og þeir leggja sig.
Og í seinni hluta þáttarins fjöllum við um nýsköpun. Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins verður haldið í fyrsta skipti núna um helgina. Þetta er viðburður þar sem háskólanemar fá að prófa að vera frumkvöðlar, mynda teymi og þróa hugmyndir til að leysa vandamál. Við ræðum við Íseyju Dísu Hávarsdóttur og Jennu Björk Guðmundsdóttur, sem eru verkefnastjórar hjá Klak Icelandic Startups, og spjöllum um þennan viðburð og nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-03
Shakila, Lucky Star - Duniani.
Misiani, D.O., Shirati Jazz - Wang Ni To Iringo = This time you will flee.
Meteku, Teshome - Gara ser new betesh.
Emilia - Big big world.
Pantoja, Isabel - Adelante.
Los Amigos, Valdez, Merceditas - Quirino.
Sting, N'Dour, Youssou - Don't walk away.
Othmani, Nabil - Asetan.
Greenwood, Jonny - Ya Mughir al-Ghazala (feat. Karrar Alsaadi).
Xiaolian, Dai - Yi guren = An old friend.
La Sonora de Baru - Festival in guarare.
Hespèrion XXI - Der makam-? Muhayyer usules Muhammes.
Kocani Orkestar - The Orient is red.
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur og Júlíu Aradóttur voru Hallgrímur Helgason rithöfundur og tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Í þættinum var litið um öxl, rætt um áramótaheit, plönin fyrir nýja árið auk þess sem farið var yfir menningarneyslu vikunnar. Við töluðum um Við sjáum ykkur ekki í myrkrinu, nýtt heimildarleikhús í útvarpi eftir Kristínu Eiríksdóttur þar sem hún ræðir við fólk frá Palestínu sem segir frá lífinu þar, hörmungum í heimalandinu og átakanlegu ferðalagi sem endaði á Íslandi við illan leik. Þá var talað um nýjan þátt úr smiðju Vesturports um ævi Vigdísar Finnbogadóttur og auðvitað þrætuepli vikunnar - Skaupið.
Fréttir
Fréttir
Ísstífla í Hvítá hefur leitt til metvatnshæðar við Brúnastaði. Ólíklegt er að ástandið skáni næstu daga, segir veðurfræðingur.
Ákvörðun Landsréttar um að snúa átta ára fangelsisdómi fyrir manndráp í sýknudóm verður tekin fyrir í Hæstarétti. Ríkissaksóknari vill að Hæstiréttur túlki lagaákvæði sem aðeins hefur verið notað einu sinni áður.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn fljótlega og það skiptir ekki máli hvort hann verði í febrúar eða örlítið seinna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Fyrirkomulagi á söngvakeppninni hefur verið breytt. Ekkert einvígi verður milli tveggja efstu laganna eins og hefur verið gert undanfarin ár.
Fimmtán hundruð manna hópur flóttamanna freistar þess að komast til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við völdum. Ólíklegt þykir að það takist því þrýst er á forseta Mexíkó að stöðva flóttamenn áður en þeir komast að landamærunum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
En það vakti nokkra athygli þegar Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, fór þá leið að óska eftir ábendingum frá almenningi um hvernig væri hægt að spara í ríkisrekstrinum. Ekki stóð á viðbrögðunum; nærri fimmtán hundruð athugasemdir hafa verið sendar inn á samráðsgátt stjórnvalda og þar má sjá allskonar hugmyndir; leggja niður RÚV, loka landinu fyrir hælisleitendum, hætta að veita áfengi í veislum og fækka sendiráðum. Fresturinn til að skila inn umsögn rennur út í lok mánaðar og eftir það fer sérstakur hópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir ábendingarnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fara yfir málið.
Klamydía ógnar tilvist einhverrar allra krúttlegustu skepnu heims - kóala- eða pokabjarnarins ástralska. Vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni til að forða þeim frá útrýmingu.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um söngkonuna Peggy Lee. Leikin eru lögin What More Can A Woman Do, Somebody Loves Me, Mr. Wonderful, They Can't Take That Away From Me, Well Alright, Okay, You Win, Fever, Cheek To Cheek, Im Always True To You In Fashion, The Long And Winding Road, Is That All There Is? og Big Spender.
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Fjallað um spænsku landvinningarmennina sem komu til Nýja heimsins á miðöldum og goðsagnirnar sem spruttu upp í kjölfarið.
Umsjónarmaður: Kristín Guðrún Jónsdóttir. Lesari: Baldur Trausti Hreinsson.
(Áður á dagskrá 2005)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Fimbulfrost setti svip sinn á áramótin á Akureyri, það lækkaði töluvert í hitaveitutönkunum og Norðurorka virkjaði neyðarstjórn. Ástandið er skárra núna þó frostið sé aftur að herða tökin. Í fyrri hluta þáttarins ræðum við Baldur Viðar Jónsson, vélfræðing hjá Norðurorku - um snjóbræðslukerfi sem eiga ekkert í gaddinn, ofanjarðarlagnir frá áttunda áratugnum, nýjar og gamlar borholur - já bara hitaveituinnviðina á Akureyri eins og þeir leggja sig.
Og í seinni hluta þáttarins fjöllum við um nýsköpun. Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins verður haldið í fyrsta skipti núna um helgina. Þetta er viðburður þar sem háskólanemar fá að prófa að vera frumkvöðlar, mynda teymi og þróa hugmyndir til að leysa vandamál. Við ræðum við Íseyju Dísu Hávarsdóttur og Jennu Björk Guðmundsdóttur, sem eru verkefnastjórar hjá Klak Icelandic Startups, og spjöllum um þennan viðburð og nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Vala Höskuldsdóttir. Hún er söngkona og lagahöfundur og annar helmingur Hljómsveitarinnar Evu, hinn helmingurinn er Sigríður Eir Zophoníasardóttir. Auk tónlistarinnar hefur Vala unnið sem ráðgjafi, leikkona, leiklistarkennari, hér í útvarpinu og ýmislegt fleira. Vala er að norðan og við fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Eyrinni á Akureyri og fórum svo á handahlaupum í gegnum tíðina til dagsins í dag. Vala er að eigin sögn mikið tilfinningablóm og hún glímir og við ræddum meðal annars við hana um stórar tilfinningar tengdar jólunum og það að horfast í augu við þær. Hún segist vera loksins byrjuð að samþykkja það að jólaskapið sé alls konar og eftir að hún hætti að streitast á móti tilfinningunum þá losnaði um stíflu og hún hefur varla hætt að hlægja síðan.
Svo var það matarspjallið, þar sem meirihluti þáttakenda var norðan heiða, en Sigurlaug Margrét var ásamt Guðrúnu í hljóðveri RÚV á Akureyri. Við ræddum meðal annars um soðbrauð og kæfu, sem þær gæddu sér á undir spjallinu.
Tónlist í þættinum:
Það er allt í lagi að leggja sig á daginn / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Sveinbjörn Thorarensen og Ívar Pétur Kjartansson)
Thank You / half.alive (Brett Kramer, J.Tyler Johnson, James Alan, Joshua William Taylor, Michael Coleman)
Both Sides Now / Joni Mitchell (Joni Mitchell)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur og Júlíu Aradóttur voru Hallgrímur Helgason rithöfundur og tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Í þættinum var litið um öxl, rætt um áramótaheit, plönin fyrir nýja árið auk þess sem farið var yfir menningarneyslu vikunnar. Við töluðum um Við sjáum ykkur ekki í myrkrinu, nýtt heimildarleikhús í útvarpi eftir Kristínu Eiríksdóttur þar sem hún ræðir við fólk frá Palestínu sem segir frá lífinu þar, hörmungum í heimalandinu og átakanlegu ferðalagi sem endaði á Íslandi við illan leik. Þá var talað um nýjan þátt úr smiðju Vesturports um ævi Vigdísar Finnbogadóttur og auðvitað þrætuepli vikunnar - Skaupið.
Útvarpsfréttir.
Eftir ólifnaðinn sem fylgir jólunum er marga farið að klæja í fingurna að taka sig á í mataræði og hreyfingu á þessu nýja ári. En hvernig förum við sem best af stað? Ragnhildur Þórðardóttir veit helling um það. Við heyrum í henni.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum útsölur og afslætti eftir hátíðirnar.
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um það sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál og hvort líklegt þyki að árangur náist hratt í baráttunni við verðbólgu og vexti.
Við höldum síðan áfram að ræða stjórnmálin, í þetta skiptið við Andrés Jónsson, almannatengil.
Lilja Alfreðsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir koma til okkar í lok þáttar.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Gleðilegt ár kæru vinir.
Við kíktum á fyrsta lagalista fólksins fyrir árið 2025 og þar var beiðið um eitthvað nýtt.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-03
Malen - Anywhere.
BJARTMAR GUÐLAUGSSON - Með vottorð í leikfimi.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
HOWARD JONES - New Song (80).
Anna Katrín Richter - Got Me Feeling Like.
DAFT PUNK - Around the world (radio edit).
200.000 NAGLBÍTAR - Neðanjarðar.
Omar Apollo - Evergreen (You Didn't Deserve Me At All).
James - She's A Star.
Kravitz, Lenny - Honey.
PETER GABRIEL OG KATE BUSH - Don't Give Up.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
ARETHA FRANKLIN - Since You've Been Gone.
IGGY POP - The Passenger.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
HJÁLMAR - Hættur að anda.
Adu, Sade - Young Lion.
Superserious - Duckface.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Purrkur Pillnikk - Gluggagægir.
Laufey - Goddess.
ÚLFUR ÚLFUR feat. EMMSJÉ GAUTI - Á meðan ég var ungur.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Á Nýjum Stað.
John Lennon - (Just like) starting over.
SIMPLY RED - A New Flame.
INXS - New sensation.
MUSE - New Born.
Depeche Mode - New life.
Karl Sigurðsson Tónl. ; borgarfltr., Karl Sigurðsson, Baggalútur - Nýjasta nýtt.
IMAGINATION - New Dimension.
ABBA - Happy new year.
U2 - New Years Day.
Duran Duran - New moon on monday.
JAMES BROWN - Papa's Got a Brand New Bag, Pt. 1.
EAGLES - New Kid In Town.
NÝDÖNSK - Nýr maður.
NEW ORDER - Blue Monday.
SPRENGJUHÖLLIN - Byrjum upp á nýtt.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kaldvík hefur breytt verkferlum eftir að rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust hjá fyrirtækinu í Fáskrúðsfirði í nóvember og byrjun desember. Matvælastofnun rannsakar dauða seiðanna sem nýlega höfðu verið flutt í fjörðinn.
Óróahviða sem mældist á Snæfellsnesi í gær gæti verið merki um kvikuhreyfingar á miklu dýpi. Engin merki eru um að kvika sé nærri yfirborðinu á Vesturlandi.
Rúmlega ellefuhundruð umsagnir hafa borist í Samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir tillögum frá almenningi um hagræðingu og einföldun stjórnsýslu. Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum í dag.
Árið 2024 var kaldasta ár aldarinnar hér á landi en það hlýjasta annars staðar í heiminum. Veðurfræðingur segir þetta hafa verið ár norðanáttarinnar.
Afsettur forseti Suður-Kóreu ætlar ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Vopnaðir lífverðir og harðákveðnir stuðningsmenn komu í veg fyrir að hægt væri að handtaka hann.
Þeim fækkar sem drepnir eru í skotárásum í Svíþjóð. Ein ástæða þess er nokkuð einföld – eftir harðvítug átök glæpahópa, eru bara mun færri eftir til að skjóta.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Þórsberg á Tálknafirði um kaup á öllum krókaflakvóta þeirra fyrir sjö og hálfan milljarð.
Mikilvægt er að skapa sátt um uppbyggingu orkumannvirkja, segir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Áhrifin á nærsamfélagið geti verið neikvæð og því mikilvægt að ávinningur skili sér til íbúa.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Hin árlega þrettándagleði ÍBV fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld og við hringdum til Eyja og heyrðum í Ólafi Kristjáni Guðmundssyni brottfluttum eyjamanni sem lætur þessa gleði ekki framhjá sér fara.
Andri Guðmundsson sagði okkur stuttlega frá Bransadeginum í Hörpu.
Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar kynnti breytt fyrirkomulag keppninnar í ár.
Stefnt ef að því að opna Hlíðarfjall á morgun og við hringdum norður og heyrðum í Stefán Gunnarsson rekstrarstjóri Hlíðarfjalls.
Á morgun verða haldnir tónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni í Hörpu í tilefni af áttatíu ára afmæli kappans. Jónatan Garðarsson mætti til okkar í Síðdegisútvarpið og fór yfir stórbrotinn feril Gunnars með okkur.
Fréttir
Fréttir
Ísstífla í Hvítá hefur leitt til metvatnshæðar við Brúnastaði. Ólíklegt er að ástandið skáni næstu daga, segir veðurfræðingur.
Ákvörðun Landsréttar um að snúa átta ára fangelsisdómi fyrir manndráp í sýknudóm verður tekin fyrir í Hæstarétti. Ríkissaksóknari vill að Hæstiréttur túlki lagaákvæði sem aðeins hefur verið notað einu sinni áður.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn fljótlega og það skiptir ekki máli hvort hann verði í febrúar eða örlítið seinna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Fyrirkomulagi á söngvakeppninni hefur verið breytt. Ekkert einvígi verður milli tveggja efstu laganna eins og hefur verið gert undanfarin ár.
Fimmtán hundruð manna hópur flóttamanna freistar þess að komast til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við völdum. Ólíklegt þykir að það takist því þrýst er á forseta Mexíkó að stöðva flóttamenn áður en þeir komast að landamærunum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
En það vakti nokkra athygli þegar Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, fór þá leið að óska eftir ábendingum frá almenningi um hvernig væri hægt að spara í ríkisrekstrinum. Ekki stóð á viðbrögðunum; nærri fimmtán hundruð athugasemdir hafa verið sendar inn á samráðsgátt stjórnvalda og þar má sjá allskonar hugmyndir; leggja niður RÚV, loka landinu fyrir hælisleitendum, hætta að veita áfengi í veislum og fækka sendiráðum. Fresturinn til að skila inn umsögn rennur út í lok mánaðar og eftir það fer sérstakur hópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir ábendingarnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fara yfir málið.
Klamydía ógnar tilvist einhverrar allra krúttlegustu skepnu heims - kóala- eða pokabjarnarins ástralska. Vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni til að forða þeim frá útrýmingu.
Textabilun í þættinum þetta skiptið.
Lagalisti:
ScHoolboy Q ft. BJ the Chicago Kid - Studio
Drake ft. 2 Chainz & Big Sean - All Me (Clean)
Lil Wayne ft. Kendrick Lamar - Mona Lisa
Pusha T - Numbers on the Boards
50 Cent - If I Can’t
Mobb Deep - Survival of the Fittest
Úlfur Úlfur ft. Emmsjé Gauti - 15.000
Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Fyrsti þáttur á nýju dansári verður stuð. Byrjum þáttinn á að handvelja nokkur glæný lög frá öllum heimshornum þar á meðal tvö íslensk. Múmía kvöldsins er 35 ára rave klassík en hún var í 4.sæti árslista þáttarins 1990. Í seinni hluta þáttarins ætlum við að rifja upp nokkrar eftirminnilegar DJ heimsóknir frá árinu sem leið en betri plötusnúðar þessa lands venja komur sínar í þáttinn. Við spilum búta úr settum frá plötusnúðum eins og Óla Dóra, Danna Bigroom og Björn Salvador, Tomma White og Evu Lunu. Dansárið 2025 komið á fullt þó svo séum svolítið að líta um öxl í fyrstu þáttum ársins.