Kaldvík hefur breytt verkferlum eftir að rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust hjá fyrirtækinu í Fáskrúðsfirði í nóvember og byrjun desember. Matvælastofnun rannsakar dauða seiðanna sem nýlega höfðu verið flutt í fjörðinn.
Óróahviða sem mældist á Snæfellsnesi í gær gæti verið merki um kvikuhreyfingar á miklu dýpi. Engin merki eru um að kvika sé nærri yfirborðinu á Vesturlandi.
Rúmlega ellefuhundruð umsagnir hafa borist í Samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir tillögum frá almenningi um hagræðingu og einföldun stjórnsýslu. Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum í dag.
Árið 2024 var kaldasta ár aldarinnar hér á landi en það hlýjasta annars staðar í heiminum. Veðurfræðingur segir þetta hafa verið ár norðanáttarinnar.
Afsettur forseti Suður-Kóreu ætlar ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Vopnaðir lífverðir og harðákveðnir stuðningsmenn komu í veg fyrir að hægt væri að handtaka hann.
Þeim fækkar sem drepnir eru í skotárásum í Svíþjóð. Ein ástæða þess er nokkuð einföld – eftir harðvítug átök glæpahópa, eru bara mun færri eftir til að skjóta.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Þórsberg á Tálknafirði um kaup á öllum krókaflakvóta þeirra fyrir sjö og hálfan milljarð.
Mikilvægt er að skapa sátt um uppbyggingu orkumannvirkja, segir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Áhrifin á nærsamfélagið geti verið neikvæð og því mikilvægt að ávinningur skili sér til íbúa.