Saksóknari hefur ákært karlmann fyrir að bana hjónum í Neskaupstað með hamri. Dómkvaddur matsmaður telur manninn hafa verið í alvarlegu geðrofi.
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið mann með eldhúshnífi á Kjalarnesi á nýársnótt verður yfirheyrður í dag. Sá sem var stunginn liggur á Landspítala.
12 voru drepnir og fjórir alvarlega særðir í skotárás í Svartfjallalandi í gær. Árásina má rekja til ósættis á veitingastað, þar sem árásarmaðurinn hafði setið lengi við drykkju.
Hryðjuverkamaður sem drap 15 í New Orleans á nýársnótt átti sér líklega vitorðsmenn, segir alríkislögreglan FBI. Margir þeirra sem hann drap voru ungir að árum.
Framhaldsskólakennarar taka þátt í aðgerðum, fari svo að kennaraverkfall hefjist aftur um mánaðamótin. Kennarar eru tilbúnir í frekari aðgerðir segir formaður Kennarasambandsins.
Ýmsar breytingar urðu á gjaldtöku hins opinbera um áramótin, til dæmis lagðist tuttugu og fjögurra prósenta virðisaukaskattur á venjuleg reiðhjól, gjöld á nikótínvörur hækkar sem og kolefnisgjald.
Reykjavíkurborg hvetur íbúa til þess að skila flugeldarusli í þar til gerða grenndargáma víðsvegar um borgina, margir þeirra eru þegar fullir.
Sorp hefur safnast í hauga við bæi í Múlaþingi því ruslabíllinn hefur ekki farið um sumar sveitir á Héraði frá því í október. Bóndi í Skriðdal segir ástandið ógeðslegt. Fyrirtækið Kubbur sem nýlega tók við sorphirðunni vonar að staðan lagist í janúar.