Útvarpsfréttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Ægir Guðmundsson frá Akranesi verður sendur á Eyðibýlið af Magnúsi R. Einarssyni.
Útvarpsfréttir.
Árið 2025 er nú að ganga í garð, en það ár er aldarfjórðungur liðinn frá aldamótunum 2000.
Í tilefni af því að nú er aldarfjórðungur liðinn síðan aldamótin 2000 gengu í garð verður í tveimur þáttum fjallað um kvæði og tónverk sem samin voru í tilefni af aldamótunum 1900 og 2000. Raunar var aldamótunum 1900 almennt fagnað um áramótin 1900-1901, en aldamótunum 2000 um áramótin 1999-2000, vegna þess að menn voru ekki á eitt sáttir um það hvenær aldamótin væru. Í seinni þættinum verður fjallað um aldamótin 2000 og flutt verða þrjú tónverk sem samin voru í tilefni af þeim: "Spinna minni" eftir Misti Þorkelsdóttur við ljóð Þórarins Eldjárn, "Nútíð" eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Sigurðar Pálssonar og "Horft frá tungli" eftir Jórunni Viðar við kvæði eftir Sjón. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Lesarar: Valur Freyr Einarsson og Guðrún Þórðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Fyrri hluti ársins 1837 var erfiður tími í lífi Schumanns. „Myrkustu mánuðir ævi minnar,“ sagði hann sjálfur. 2. júlí þetta ár var hann viðstaddur tónleika ungs píanóleikara, Önnu Robenu Laidlaw, í Gewandhaus í Leipzig. Við það brast ritstíflan sem hrjáð hafði Schumann í marga mánuði og næstu daga flæddi tónlistin úr penna hans. Að hálfum mánuði liðnum var orðinn til bunki af stökum karakterstykkjum fyrir píanó sem Schumann nefndi einu nafni Fantasiestücke. Verkið kom út sem op. 12 í febrúar 1838 og varð strax vinsælt, ekki síst stormsveipurinn Aufschwung.
Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
Í þættinum er fjallað um Eyjar-stefið í kviðum Hómers, einkum Ódysseifskviðu. Fluttir eru nokkrir kaflar úr kviðunni í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.
Guðsþjónusta.
Séra Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni sem einnig predikar.
Organisti er Elísa Elíasdóttir og félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu.
Svava Bernharðsdóttir leikur á víólu og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson á saxófón.
Minningu og ævistarfi sr. Karls heitins Sigurbjörnssonar, biskups verða gerð skil í guðþjónustunni. Sungnir verða sálmatextar eftir sr. Karl og sr. Sigurbjörn Einarsson með lögum til dæmis eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Bænirnar í almennu kirkjubæninni eru eftir sr. Karl.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Víólukonsert 3. kafli - Andante. Georg PhilippTelemann.
Sálmur 718. Dag í senn. Texti: Lina Sandell/Sigurbjörn Einarsson - Lag: OscarAhnfelt.
Sálmur 707. Legg mér, Drottinn, ljóð á tungu. Texti: Nikolaj F.S. Grundtvig/Karl Sigurbjörnsson. Lag: Thomas Laub.
Sálmur 391. Sjá, nú rennur dagur af djúpi skær. Texti: Jakob Knudsen. Lag: Oluf S. Ring.
Sálmur 727. Ó, lífsins faðir, líkna þú. Texti: Karl Sigurbjörnsson. Lag: Charles H.H. Parry.
Eftir predikun:
Sálmur 721. Þú, Guð, sem veist og gefur allt. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson.
Sálmur 12. Í árdagsbirtu efsta dags. Texti: Karl Sigurbjörnsson. Lag: Enskt þjóðlag.
Eftirspil: Víólukonsert 4. kafli – Presto. Georg PhilippTelemann.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur hinn svokallaða 2000-vanda með aðstoð fréttamannsins Hauks Hólm og heyrum af ferfætta aðstoðarborgarstjóranum Ljóna í Lviv í Úkraínu.
Þáttur helgaður ævi og störfum rithöfundarins Auðar Haralds sem lést í upphafi árs. Á ferli sínum fékkst Auður við hin ýmsu störf, sem blaðamaður, pistlahöfundur og þýðandi en einnig við alls kyns verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörf. Skáldsagnaskrif hennar vöktu þó mesta athygli og var Auði fátt óviðkomandi. Hún skrifaði af innsæi og hispursleysi um margt sem ekki hafði verið áberandi í íslenskum bókmenntum áður; um veruleika fátækra verkakvenna, einstæðra mæðra og heimilisofbeldi. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979 og opnaði fljótlega umræðu um kvennakúgun og úr sér gengin samfélagsgildi. Eftir Auði liggja einnig vinsælar barna- og ungmennabækur á borð við Baneitrað samband á Njálsgötunni og sögurnar um prakkarann Elías. Í þættinum rýnum við í helstu verk hvunndagshetjunnar með góðum gestum. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í fyrsta Tónhjóli ársins eru rifjuð upp nokkur brot úr fyrri þáttum. Meðal þeirra sem rætt er við eru Kristjana Stefánsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson, Ife Tolentino, Gunnhildur Einarsdóttir, Mathias Engler, Davið Brynjar Franzson, Davíð Þór Jónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson.
Tónlistin í þættinum tengist þessum viðmælendum:
Misty eftir Errol Garner
Katla eftir Kjartan Valdemarsson.
Brsilísk tónlist úr ýmsum áttum.
Brot úr 20 tillitum til Jesúbarnsins eftir O Messiaen.
Brot úr óútgefnu verki eftir Davíð Brynjar Franzsson.
Brot úr píanokonserti nr 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Liber Loagaeth (2021) : a prayer in angeli numbers (Live) eftir John Zorn.
Þrjú lög úr lagaflokki yfir miðaldakveðskap- eftir Jón Nordal. Stuttir eru morgnar ; Kveðið nú hver sem meira má ; Hér komst ekki gleðin á.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Fréttir
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hér er einkum sagt frá Íslendingum sem komu til náms í Kaupmannahöfn, einkennilegum siðum sem tíðkuðust í félagsskap þeirra og viðbrögðum, þegar til stóð að halda svokallaða nýlendusýningu í Kaupmannahöfn 1905.
Rætt er við Margréti Jónasdóttur og Þórdísi Gísladóttur.
Veðurfregnir kl. 18:50.
eftir Hrafn Gunnlaugsson. Höfundur les.
(Áður á dagskrá árið 2000)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur Þýtur í stráum, þjóðlag í raddsetningu eftir Sigurð Rúanr Jónsson (Didda fiðlu). Þórunn Björnsdóttir stjórnar.
Sönghópurinn Hljómeyki flytur Kvöldvísur um sumarmál (1984), eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson (úr ljóðabókinni Svartálfadans (1951). Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. Hljóðritunin kom út 1991.
Jussi Björling tenór syngur, An Sylvia D 891 op. 106 nr. 4 eftir Franz Schubert við ljóð eftir William Shakespeare. Harry Ebert leikur á píanó. Hljóðritað 1940.
Kristinn Hallsson syngur, Árni Kristjánsson leikur á píanó. Þeir flytja Am Meer, lag eftir Franz Schubert við ljóð eftir Heinrich Heine. - Hljóðritað 25. febrúar 1965.
Strokkvartettinn Siggi leikur Strengjakvartett nr. 4: Centennial 1984 eftir Atla Heimi Sveinsson. (Kvartettinn skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló)
Þetta kom út í desember í fyrra.
Blásarar úr Fílharmóníusveit Berlínar leika annan þátt, Menuetto - Tríó úr Divertimento fyrir blásara í B-dur KV 186 (159b) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur eru:
Gerhard Turetschek, óbó; Walter Lehmayer, óbó; Alfred Prinz, klarinett; Christian Cubasch, klarinett; Gunter Lorenz, enskt horn; Gottfried Boisits, enskt horn; Dietmar Zeman, fagott; Camillo Oehlberger, fagott; Roland Berger horn; Volker Altmann, horn.
Rachel Podger leikur á fiðlu með kammersveitinni Brecon Baroque. Þau flytja
annan þátt, allegro úr Kammerlögum fyrir fiðlu og tölusettan bassa, op. 2 nr. 4 í a-moll eftir Richard Jones.
Meðlimir Brecon Baroque:
Reiko Ichise, gamba (e. 6 strings bass viol); Felix Knecth, selló; Elizabeth Kenny, bassalúta, (e. archlute), barokkgítar, lútur ; Marcin Swiatkiewicz, semball, orgel
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Eins og venjulega þegar um fyrsta þátt ársins er að ræða lýkur honum á því að lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd, Adagio í g-moll eftir Remo Giazotto, þó oft sé það kennt tónskáldinu Albinoni. Fram að því les umsjónarmaður úr sannkallaðri tröllasögu, Illugasögu Tagldarbana, en hún var skrifuð í stíl Íslendingasagna en sennilega nokkrum öldum á eftir þeim. Ekki skortir viðburði því tröll, forynjur og skrímsli leggja hvert af öðru snörur sínar fyrir hinn hugprúða Illuga.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Kristín Bergs býður hlustendum í Afróbúggí þar sem tónlistararfur Afríku er í brennidepli.
Afróbít, tónlist Nígeríu frá Fela Kuti til Burna Boy.
Útvarpsfréttir.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.