Um aldamótin ekki neitt ég segi

Seinni þáttur

Í tilefni af því er aldarfjórðungur liðinn síðan aldamótin 2000 gengu í garð verður í tveimur þáttum fjallað um kvæði og tónverk sem samin voru í tilefni af aldamótunum 1900 og 2000. Raunar var aldamótunum 1900 almennt fagnað um áramótin 1900-1901, en aldamótunum 2000 um áramótin 1999-2000, vegna þess menn voru ekki á eitt sáttir um það hvenær aldamótin væru. Í seinni þættinum verður fjallað um aldamótin 2000 og flutt verða þrjú tónverk sem samin voru í tilefni af þeim: "Spinna minni" eftir Misti Þorkelsdóttur við ljóð Þórarins Eldjárn, "Nútíð" eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Sigurðar Pálssonar og "Horft frá tungli" eftir Jórunni Viðar við kvæði eftir Sjón. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Lesarar: Valur Freyr Einarsson og Guðrún Þórðardóttir.

Frumflutt

2. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Um aldamótin ekki neitt ég segi

Um aldamótin ekki neitt ég segi

Árið 2025 er ganga í garð, en það ár er aldarfjórðungur liðinn frá aldamótunum 2000.

Þættir

,