
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Ása Björk Ólafsdóttir flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er með sænsku söngkonunni Lill Lindfors, af plötunni Jag vill nå dig frá árinu 1984. Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum, sum þeirra voru vinsæl í flutningi annarra listamanna, sérstaklega frá Bretlandi og Bandaríkjunum en einnig frá hinum Norðurlöndunum en öll lögin útsett af Lill og hljómsveit hennar og sungin á sænsku.
Lill Lindfors fæddist árið 1940 og varð fyrst fræg fyrir hlutverk sín í revíum og söngleikjum og hefur um ævina leikið á sviði og í kvikmyndum, tekið þátt í söngleikjum, stjórnað sjónvarpsþáttum víða um Evrópu og starfað sjálfstætt sem söngkona svo fátt eitt sé upptalið. Eflaust má telja að hún sé með áhrifamestu og frægustu listamönnum Svíþjóðar á síðari tímum.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.
Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.
(Áður á dagskrá árið 2000)
Meginefni þáttarins fjallar um tengsl Stephans heim á Frón og einkum Íslandsför hans 1917.
Meginmál er flutt af umsjónarmönnum.
Ljóð eru lesin af Ingu Árnadóttur.
Rætt er við Baldur Hafstað prófessor og einnig þá Indriða Indriðason og Jón Jónsson á Húsavík og loks við Finnboga Guðmundsson, fyrrverandi landsbókavörð.
Kristinn Sigmundsson syngur „Þó þú langförull...“ eftir Stephan og Sigvalda Kaldalóns.
Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.
(Áður á dagskrá 11. nóvember 2000)

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Veðurstofa Íslands.
Jörðin Hrífunes í Skaftártungu geymir margar forvitnilegar sögur sem sumar hafa heyrst en aðrar ekki.
Sögur af fjölskyldu sem sundrast - af fjölkvæni og mormónum í Utah - allt til deilna um lík síðasta ábúandans.
Allar þessar og fleiri til dregur Guðrún Hálfdánardóttir fram í 150 ára örlagafléttu þessa bæjarstæðis.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þau ræddu stöðuna í stjórnarheimilinu eftir að erjur á milli ráðherra VG og Sjálfstæðisflokks, stöðu efnahagsmála og 15 ára afmæli bankahrunsins.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Stríð er hafið, segir forsætisráðherra Ísraels. Fleiri en tuttugu eru látin og yfir 70 alvarlega særð eftir óvæntar eldflaugaárásir Hamas samtakanna. Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza í morgun, enn er óljóst hve mörg hafa látist í þeim.
Íslendingur í Tel Aviv segir Ísraelsmenn sem hann hefur rætt við mjög skelkaða eftir atburði morgunsins. Hann vaknaði við loftvarnarflautur og heyrði fjölda sprenginga.
Alma Ýr Ingólfsdóttir var í morgun kjörin formaður ÖBÍ-réttindasamtaka. Aðeins munaði einu atkvæði á frambjóðendunum tveimur. Alma leggur áherslu á börnin.
Verkfall handritshöfunda hefur skaðleg áhrif á rekstrargrundvöll stórra framleiðslufyrirtækja, að mati Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðenda. Þá verði minna framboð á efni fyrir áhorfendur eftir 12-18 mánuði.
Um 150 milljónir söfnuðust til styrktar Grensásdeild Landspítalans í söfnunarþætti í gær. Formaður Hollvina Grensáss segir upphæðina sem safnaðist hafa farið fram úr sínum björtustu vonum.
Fimleikagoðsögnin Simone Biles varð í gærkvöld sigursælasti keppandi fimleikasögunnar þegar hún vann sín sjöttu gullverðlaun í fjölþraut. Hún getur bætt enn frekar í safnið í dag og á morgun.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns.
Næstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur:
Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn
Kletturinn e. Sverri Norland
Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson
Dauðaslóðin e. Söru Blædel
Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren
Einar Áskell e. Gunnilla Bergström
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Jóhannes Pálmason hefur fengist við allskonar músík í gegnum árin, en helst þó tónlist sem segir sögur, stundum með texta og stundum bara með tónum, Mörgum af þeim verkefnum sem hann gefur komið að má lýsa sem tónlist fyrir ósýnilegar kvikmyndir. Umsjón: Árni Matthíasson.
Lagalisti:
All Things Turn To Rust - Lumaclad Reflector
Dream Sequences - Dream Sequence 2
Music Library 01 - The Cosmic Connection
Music Library 01 - Father of the Stars
Dysjar - Síðasti andardrátturinn
Music Library 02 - The Mind Parasites
Cosmic Cedar - Moon
Skelin og klerkurinn - A-hlið
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Forn leið sem farin var á milli Grindavíkur og Kúagerðis lagðist af fyrir 100 til 200 árum síðan. Hvers vegna var hún farin og hvers vegna gleymdist hún. Hverjar eru sannanir fyrir því að hún hafi á annað borð verið til. Á hún einhvern möguleika á að verða vinsæl gönguleið nútíma ferðalanga?
Viðmælendur: Sesselja Guðlaug Guðmundsdóttir, Agnar Guðmundsson og Styrmir Geir Jónsson.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Helgi V. V. Biering.

Arndís Hrönn Egilsdóttir leiðir hlustendur um breid- og öngstræti Parísarborgar Í þáttunum rekur hún sögu þessarar kynngimögnuðu borgar og á stefnumót vid ýmsa kynlega kvisti og andans jöfra. Umsjón: Arndís Hrönn Egilsdóttir.
Í þessum þætti er m.a. fjallað um Louvre sem er elsta listasafn Frakklands og vissulega eitt það frægasta í heimi. Einnig er sagt frá Versölum sem var stjórnsetur franska konungsdæmisins og heimili hirðarinnar í meira en öld eða frá 1682 til 1789.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Bókatíðindi eru árlegur gleðigjafi fyrir bókmenntaáhugafólk. Þessi mikla skrá er nauðsynlegt hjálpartæki þegar kortleggja á flóðið, ná utan um hvað er að koma út og hvað hefur komið út undanfarin misseri. Útprentaða útgáfan er væntanleg en hún er komin á vefinn. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem gefur út bókatíðindin, skrá yfir útgefnar bækur og má rekja útgáfu þeirra til ársins 1890 sem þá hétu Skrá yfir eignar og umboðssölubækur Bóksalafélagsins í Reykjavík. Skráin spannar sum sé þrjár aldir og nú verður auðveldara að fletta upp í gömlum bókatíðindum. Við heyrum í Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra FÍBÚT.
Við skoðum viðbragð rithöfunda við fjármálahruninu en 15 ár eru liðin frá örlagaríkum upphafsdögum þess haustið 2008. Á þessum árum hafa bókmenntafræðingar rannsakað eitt og annað sem einkennir bókmenntirnar á árunum eftir. Við gröfum í gullkistu Ríkisútvarpsins til að átta okkur betur á því.
Og loks förum við í heimsókn til Emils Hjörvar Petersen rithöfundar sem hefur gefið út sína 10. skáldsögu. Höfundur sem hóf sinn ritferil einmitt á árunum eftir hrun, hann skrifar á mörkum bókmenntagreina og á mörkum miðla, prents og hljóðs, við hittum Emil Hjörvar í lok þáttar og rekjum úr honum garnirnar svo notað sé myndmál sem er eins og beint upp úr einhverri subbulegri hrollvekjunni.
Viðmælendur: Bryndís Loftsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Baldvinsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Vera Knútsdóttir, Alaric Hall og Emil Hjörvar Petersen.
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Crash - Högni Egilsson, Triennale - Brian Eno.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Fjallað um lífshlaup sellóleikarans Jacqueline du Pré og hljóðritanir leiknar með henni.
Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir
Fjallað um lífshlaup sellóleikarans Jacqueline du Pré og hljóðritanir leiknar með henni.
Rætt er við systur hennar, Hilary du Pré, og eiginmann hennar, Christopher Finzi.
Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. Edda Þórarinsdóttir, Theódór Júlíusson og Ágúst Guðmundsson.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um héraðið Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum sem Armenía og Aserbaídsjan hafa eldað grátt silfur vegna allt frá falli Sovétríkjanna. Allt að 30 þúsund manns féllu í sex ára stríði um Nagorno-Karabakh, sem lauk með vopnahléi árið 1994. Friðarviðræður hafa ekki skilað árangri og nú er enn barist um héraðið.

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Bill Wyman's Rhythm Kings leika lögin Yesterdays, Oh Baby, I Put A Spell On You, Mood Swing, Rhythm King, Tomorrow Night, Rough Cut Diamond og Daydream. Rob Madna tríó leikur lögin Just In Time, Fallin' In Love With Love, Body And Soul, Summertime og Display. Dutch Jazz Orchestra flytur lögin Ain't Misbehavin', Basin Street Blues, In A Mellow Tone, Peace Of Mind, Happy Hour og Blues Time.
Íslensk kona sem hefur búið erlendis í tvo áratugi en er flutt heim, spyr ýmissa spurninga og lýsir lífinu í bréfum til vinkonu erlendis. Þetta er safn hugleiðinga, frásagna og útúrdúra, einskonar uppgjör nútímakonu sem liggur margt á hjarta og segir frá lífi sínu og annarra af hjartans lyst og án ábyrðgar.
Kristín Hafsteinsdóttir semur textann og flytur.
Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.
Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til að ræða þetta merka rit.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Viðtal við Jón Gíslason og Hrafnkel A. Jónsson. Einnig er rætt við Dr Sveinbjörn Rafnsson.
Lestur Einars Ólafs Sveinssonar úr Njálu.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagskrá 26. nóvember 1983)

Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Netfang þáttarins: <a href="mailto:lanake@ruv.is">lanake@ruv.is</a>
Leikin lög með norðlenska hljómsveitarstjóranum Ingimari Eydal, í tilefni þess að 20. október eru liðin 75 ár frá fæðingu hans. Óðinn Valdimarsson, Helena Eyjólfsdóttir, Þorvaldur Halldórson o.fl. syngja með Atlantic kvartettinum, hljómsveit Finns Eydal og hljómsveit Ingimars Eydal, í upptökum sem spanna sjötta, sjöunda og áttunda áratuginn.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þau ræddu stöðuna í stjórnarheimilinu eftir að erjur á milli ráðherra VG og Sjálfstæðisflokks, stöðu efnahagsmála og 15 ára afmæli bankahrunsins.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestur í Fimmunni í Fram og til baka er Ásthildur Úa Sigurðardóttir leikkona sem hefur slegið í gegn í Stundinni okkar og í ýmsum leikverkum í Þjóðleikhúsinu. Ásthildur Úa segir okkur af fimm listamönnum sem hafa haft djúp áhrif á hana og þar förum við allt frá Utu Lemper yfir í Eddu Björgvins!
Í síðari hluta þáttarins fjallar Felix um sögu hinnar mögnuðu UB40 frá Birmingham

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Stríð er hafið, segir forsætisráðherra Ísraels. Fleiri en tuttugu eru látin og yfir 70 alvarlega særð eftir óvæntar eldflaugaárásir Hamas samtakanna. Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza í morgun, enn er óljóst hve mörg hafa látist í þeim.
Íslendingur í Tel Aviv segir Ísraelsmenn sem hann hefur rætt við mjög skelkaða eftir atburði morgunsins. Hann vaknaði við loftvarnarflautur og heyrði fjölda sprenginga.
Alma Ýr Ingólfsdóttir var í morgun kjörin formaður ÖBÍ-réttindasamtaka. Aðeins munaði einu atkvæði á frambjóðendunum tveimur. Alma leggur áherslu á börnin.
Verkfall handritshöfunda hefur skaðleg áhrif á rekstrargrundvöll stórra framleiðslufyrirtækja, að mati Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðenda. Þá verði minna framboð á efni fyrir áhorfendur eftir 12-18 mánuði.
Um 150 milljónir söfnuðust til styrktar Grensásdeild Landspítalans í söfnunarþætti í gær. Formaður Hollvina Grensáss segir upphæðina sem safnaðist hafa farið fram úr sínum björtustu vonum.
Fimleikagoðsögnin Simone Biles varð í gærkvöld sigursælasti keppandi fimleikasögunnar þegar hún vann sín sjöttu gullverðlaun í fjölþraut. Hún getur bætt enn frekar í safnið í dag og á morgun.

Friðrik Ómar og Siggi Gunnars eru húsverðir í Félagsheimili allra landsmanna á Rás 2 eftir hádegisfréttir, alla laugardaga. Frábær tónlist, góðir gestir, uppákomur og hlustendur um land allt. Það er ekkert aldurstakmark og öll eru velkomin í Félagsheimilið á Rás 2.
Fremsta jazzsöngkona Íslendinga, Kristjana Stefánsdóttir, var gestur Sigga og Friðriks í Félagsheimilinu.
Spiluð lög:
STUÐMENN - Það Jafnast Ekkert Á Við Jazz.
LAUFEY- Misty.
ELLÝ VILHJÁLMS - Hverskonar bjálfi er ég?
Umsjón og dagskrárgerð: Friðrik Ómar Hjörleifsson og Sigurður Þorri Gunnarsson.
Samsetning: Sigurður Þorri Gunnarsson.
Hljóðmaður: Hrafnkell Sigurðsson
Spurningahöfundur: Jóhann Alfreð Kristinsson.
Myndvinnsla og samfélagsmiðlar: Ólafur Göran Ólafsson Gros.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð sat í Stúdíó 2 á Hljóðvegi 1 í dag. Steiney gerði sér ferð á Borgarbókasafnið þar sem viðburðurinn Spjöllum með hreim fór fram. Jóhann fór yfir íþróttir helgarinnar og opnaði þá fyrir símann þar sem Gúndi Púllari var á línunni og fór yfir fótboltann frá sínum bæjardyrum séð. Ebba Sig uppistandari kíkti í spjall og hitaði upp fyrir uppistandssýningu sem hún stendur fyrir í Salnum um næstu helgi. Þá var slegið á þráðinn norður á Raufarhöfn þar sem Hrútadagurinn er í gangi og spjallað við Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, einn skipuleggjenda og í lok þáttar náði umsjónarmaður á Rebekku Blöndal sem var á ferðinni frá Akureyri á Akranes að færa fólki tónleika til heiðurs Ellu Fitzgerald ásamt hópi tónlistarfólks.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Quarashi kemur með nýjan tón inn í íslenska dægurlagaheiminn, Gus Gus fer alveg óvart í útrás, Anna Halldórs upplifir Villta morgna, Jet Black Joe leggur árar í bát en Páll Óskar er Seif. Damon Albarn gerist Íslandsvinur og Blur fær júhú lánað hjá Botnleðju, Óbyggðirnar kalla á KK og Magga Eiríks en Kolrassa opnar augun þín.
Meðal viðmælenda í sautjánda þættinum þar sem íslenska tónlistarárið 1996 er tekið fyrir, eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Magnús Eiríksson, Damon Albarn, Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson, Haraldur Freyr Gíslason, Stefán Hilmarsson, Njáll Þórðarson, Birgir Örn Thoroddsen, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Emilíana Torrini, Baldur Stefánsson, Elíza Geirsdóttir Newman, Rúnar Júlíusson, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Jónas Sigurðsson og Sölvi Blöndal.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Páll Óskar - Horfðu á mig/Jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt/Stanlaust stuð
Todmobile - Voodoman
KK & Magnús Eiríks - Ómissandi fólk/Óbyggðirnar kalla
Anna Halldórsdóttir - Villtir morgnar/Gáski
SSSól - Það eru álfar inn í þér
Funkstrasse - Ferðalag
Spoon & Marín Manda - Why
Botnleðja - Ég vil allt/Þið eruð frábær
Björgvin Halldórsson - Þig dreymir kannski engil
Stefán Hilmarsson - Eins og er/Í fylgsnum hjartans
Vinir vors og blóma - Satúrnus
Skítamórall - Stúlkan mín
Sóldögg - Slím
Stjörnukisi - Glórulaus
Brim - Pipeline/Á Skagaströnd
Slowblow & Emilíana Torrini - 7 Up Days
Björn Jörundur & Margrét Vilhjálms - Á sama tíma að ári
Máni Svavarsson - Áfram Latibær
Hörður Torfa - Kossinn
Anna Mjöll - Sjú bí dú
Bubbi Morthens - Með vindinum kemur kvíðinn/Sá sem gaf þér ljósið
Emilíana Torrini - Old Man & Miss Beautiful/The Boy Who Giggled So Sweet
GusGus - Polyesterday
Reggie On Ice - Húðflúraðar konur/Kyrrlátt kvöld við fjörðinn
Kolrassa Krókríðandi - Bæ bæ/Opnaðu augun mín
Megas - Kölski og ýsan
Rúnar Júll - Þú átt gull/Í viðjum vanans
In Bloom - Pictures/Deceived
Dead Sea Apple - Mist Of The Morning
Stripshow - Blind
Jet Black Joe - Bring The Curtain Down
Jetz - Mistery Girl
Páll Rósinkrans - I Believe In You
Björk - Possibly Maybe
Sólstrandagæjarnir - Partý á Rassgötu 3
Snörurnar - Lífið er svo stutt
Quarashi - Switchdance/Lone Rangers
Botnleðja - Svuntuþeysir/Hausverkun
Egill Ólafs & Tríó Björns Thor - Impromptu I/Rólegan æsing
Emilíana Torrini - I Really Love Harold
Fabúla - Heavy Secret

Fréttir
Útvarpsfréttir.

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Söngkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var gestur Lovísu í Lagalistanum.

Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.