Fram og til baka

Hannes Þór Halldórsson

Hannes Þór Halldórsson, kvikmyndaleikstjóri og fyrrum markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu var gestur Felix í Fram og til baka. Hann kom með skemmtilega fimmu sem snerist um Vanmetnustu íslensku Eurovisionframlögin mati Hannesar. Lögin sem hann taldi til voru Angel, Nei eða já, Coming Home, Valentine Lost og Núna. Á milli laga röbbuðu þeir Felix um allt á milli himins og jarðar, uppvöxt í Breiðholti, Svíþjóð og Vesturbæ og það hvernig Hannes Þór fór fikta við kvikmynda og þáttagerð í Versló.

Frumflutt

29. júlí 2023

Aðgengilegt til

28. júlí 2024
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,