Fram og til baka

Birkir Már bauð upp á fimm fótboltaminningar

Aðalgestur Fram og til baka þennan morguninn var knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson. Birkir spilar sitt síðasta tímabil með Val í Reykjavík og verður fertugur á árinu. Birkir vann sinn fyrsta titil með Val árið 2007, lék með landsliðinu til ársins 2021 þegar hann ákvað hleypa sér yngri mönnum sinni stöðu en hann er bakvörður.

Í tilefni þess Evrópumót karla í knattspyrnu hefst í komandi viku í Þýskalandi þá bauð Birkir upp á boltafimmu þar sem hann rifjaði upp fimm eftirminnilega leiki sem hann hefur tekið þátt í, inn á vellinum aðallega en þó aðeins sem áhorfandi í einum þeirra. Þar heyrðum við góðar sögur frá Hlíðarenda, Hammarby í Svíþjóð, HM í Frakklandi 1998, HM í Rússlandi 2018 og EM í Frakklandi árið 2016 þegar Íslendingar unnu m.a. frækinn sigur á Englendingum.

Og sökum þess þátturinn hófst með boltalátum þá hélt þáttastjórnandi boltanum gangandi með fótboltalögum. Hér er lagalisti þáttarins:

Frá 08-09:

Lón - Hours.

Daði Freyr - Whole Again

Kiriyama Family - Disaster

Frá 09-10:

Gerry & The Pacemakers - You'll Never Walk Alone.

Bogomil Font og bakverðirnir - Skagamenn skora mörkin

DODO GAD - Re-sepp-ten (Vi er rode Vi er hvide)

The Lightning Seeds, David Baddiel, Frank Skinner - 3 Lions

Friðrik Dór - Samvinnersamasemvinna

The White Stripes - Seven Nation Army

Bubbi Morthens - Við erum KR

Dario G. - Carnaval

Shakira - Waka Waka

MGMT - Time To Pretend

GALA - Freed from desire

Frumflutt

8. júní 2024

Aðgengilegt til

8. júní 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,