Fram og til baka

Stella Soffía og afarnir fimm

Gestur Fram og til baka þennan laugardagsmorgun var Stella Soffía Jóhannesdóttir. Stella er framkvæmdarstjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldi er á tveggja ára fresti og fagnar stórafmæli á næsta ári, einnig er hún starfsmaður Reykjavík Literary Agency sem fer með réttindamál íslenskra höfunda á erlendri grundu. Stella bauð upp á afar frumlega nálgun á fimmu dagsins því hún sagði hlustendum frá fimm öfum sínum. Hún átti þó ekki þessa fimm afa beint, því tveir þeirra voru vissulega afar hennar en í hinum átti hún bónusafa. Frábærar frásagnir af vinskap Stellu við afa sína fimm.

Í seinni hluta þáttar heyrðum við í Jóhanni Ágúst Jóhannssyni forstöðumanni Menn­ing­ar­stofu Fjarðabyggðar sem sagði okkur meðal annars frá menningar- og listahátíðinni Innsævi sem stendur yfir til miðs júlímánaðar. Eins og fram kem­ur í veg­leg­um kynn­ing­ar­bæk­lingi hátíðar­inn­ar tel­ur hún um 30 viðburði þann rúma mánuð sem hún stend­ur og er vett­vang­ur þeirra allt sveit­ar­fé­lagið Fjarðabyggð, frá Mjóaf­irði til Breiðdals­vík­ur.

Nýútkomin og fersk íslensk tónlist fékk njóta sín í þættinum ... auk KK sem er alltaf ferskur.

Hér er lagalisti þáttarins:

KK BAND - Álfablokkin.

Lón - Hours.

KUSK - Sommar.

Sómadrengir - Hlemmur

Hvítá - Low.

Dundur - Fræ.

Árni Bergmann Jóhannsson, Guðmundur R - Orð gegn orði.

Kári Egilsson - In the morning.

Emilíana Torrini - Black Lion Lane.

Supersport! - Fingurkoss.

Frumflutt

22. júní 2024

Aðgengilegt til

22. júní 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,