Fram og til baka

Fimm magnaðar matarupplifanir Árna Hjörvars

Í Fram og til baka þennan morguninn var boðið upp á matarumfjöllun frá og með fyrsta kaffibolla en gestur þáttarins í Fimmunni bauð upp á eftirminnilegar matarupplifanir frá sinni leifsleið. Það var tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Árni Hjörvar, sem hefur ferðast um heiminn þvert og endilangt með hljómsveit sinni The Vaccines, sem bauð okkur upp á fimmu dagsins. Frá grásleppu á Grýtubakka í Eyjafirði, til framandi mexíkókrydda, lífsbjargandi baunarétts við rætur Himalayafjalla í tímamótasúpu dagsins á Stofunni í Reykjavík.

Í seinni hluta þáttar heyrðum við í Ólafi Björnssyni fosprakka Hammond hátíðar á Djúpavogi sem var í fullum gangi.

Loks var tónlistin vitanlega í forgrunni og þar var farið fram og til baka.

Lou Reed - Walk On The Wild Side.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill Drengur.

Ólafur Kram - Silkiþræðir.

Elín Hall - Manndráp af gáleysi.

The Vaccines - I Always Knew.

Aldous Harding - Tick Tock.

Mugison - É Dúdda Mía.

Prins Póló - Tipp Topp.

Paul McCartney & Wings - Band On The Run.

Nýdönsk - Styr.

Crowded House - Weather With You.

Lights On The Highway - Ólgusjór.

Frumflutt

27. apríl 2024

Aðgengilegt til

27. apríl 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,