PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 18. október

Þáttur kvöldsins verður PartyZone með Undir Diskókúlunni tvisti. Í fyrri hluta þáttarins komum við velvöldum glænýjum lögum úr heimi danstónlistarinnar áður en við skiptum um gír og hleypum afleggjaraþættinum okkar Undir Diskókúlunni þar sem nostalgían fær njóta sín. Þar koma við sögu Armand Van Helden, 20 og 30 ára gömul topplög PartyZone listans, Carl Craig, ófáanleg íslensk Kaffibarsklassík ásamt því við hristum sjálfsögðu kokteil kvöldsins. Dansþáttur þjóðarinnar er því Undir Diskókúlunni.

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

18. okt. 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,