ok

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 28. mars

Hellingur af allskonar funheitu nýmeti verður dregið upp úr plötukössunum, ásamt því að við tökum púlsinn á danssenunni. Geggjuð þrenna verður svo sett í loftið sem geymir endurhljóðblandanir frá þýska dúóinu Hardfloor frá tíunda áratugnum þegar þeir voru alheitustu remixarar danstónlistarinnar. Dj Grétar er síðan plötusnúður kvöldsins og mun hann sjá um að læða inn múmíum kvöldsins þar sem hann fer um víðan völl í tímalínunni.

Klassískt og nýlegt í bland. Dansþáttur þjóðarinnar verður ekki strangheiðarlegri en þetta.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

28. mars 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnarPartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,