PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 11. október

PartyZone þáttur kvöldins geymir helling af funheitri og glænýrri danstónlist sem er koma út þessa dagana og plötusnúðarnir eru spila á dansstöðunum. Við hitum svo upp fyrir stærsta viðburð helgarinnar í dansenunni,komu Dave Clark til landsins,en hann verður spila á Radar á laugardagskvöldið. Við spilum því þrjár PZ teknó bombur frá kappanum frá tíunda áratugnum. Nýtt íslenskt fær svo hljóma áður en plötusnúður kvöldsins fær öll völd, enginn annar en Dj Óli Dóri.

Dansþáttur þjóðarinnar ber því nafn með renntu.

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

11. okt. 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,