PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 27. desember

Áramót í Dansþætti þjóðarinnar, kæruleysislegur slagaraþáttur þar sem við blöndum saman báðum þáttunum okkar sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 á árinu sem er líða, þ.e. Undir Diskókúlunni frá því fyrr á árinu og móðurskipinu PartyZone. Diskófimma,danspoppbombur og PZ klassiks. Við spilum síðan brot úr tveimur DJ settum. Fyrri búturinn úr Prince Tribute setti frá frá DJ Andrési frá því 2016, og það síðara úr Áramótabombu PZ síðan 2017 sem Símon FKNHNDSM handmixaði á sínum tíma. Hellingur af allskonar, aðallega áramótastuði.

Frumflutt

27. des. 2024

Aðgengilegt til

27. des. 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,