Linsan - Konur í kvikmyndagerð

Orlando og Helga Rós Hannam búningahönnuður

Tímamótaverkið Orlando frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggir á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf frá 1928 og á enn við í dag. Í fyrstu þótti sagan tala inn í frelsisbaráttu kvenna en í dag eru það skilaboðin um hinseginleikann sem sitja eftir. Bókmenntafræðingurinn Soffía Auður Birgisdóttir fer í saumana á þessu verki enda þýddi hún skáldsöguna yfir á íslensku árið 2017.

Helga Rós Hannam er margverðlaunaður búningahönnuður. Hún segir frá því hvernig hún gat ekki fengið örlög sín flúið og leiddist út á braut búningahönnunar sem hún hefur starfað við í rúm 20 ár.

Frumflutt

16. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Linsan - Konur í kvikmyndagerð

Linsan - Konur í kvikmyndagerð

Linsan beinir sjónum sínum konum í kvikmyndagerð, afrekum þeirra og reynslu. Fjallað er um hinar ýmsu kvikmyndir sem gerðar hafa verið af konum og hafa sett mark sitt spjöld sögunnar.

Umsjón: Anna María Björnsdóttir.

Þættir

,