Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við töluðum um hamingjuna á eftir. Við erum ein hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýrri könnun. Það hlýtur að segja sitt um aðstæður í landinu og samfélagið sem við eigum hér saman. En hvers virði er hamingjan og hvaðan kemur hún? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur ræddi það við okkur.
Í 111 ár hefur Dýraverndarsamband Íslands barist fyrir bættri velferð málleysingja, hvort heldur er á heimilum fólks, í fjósum og hænsnahúsum eða náttúrunni. Er velferð dýra tryggð eða þarf stöðugt að gæta að framferði mannsins gagnvart þeim? Við fjölluðum um dýravernd, með Lindu Karen Gunnarsdóttur og Andrési Inga Jónssyni frá Dýraverndarsambandinu.
Og svo var það sígilda tónlistin. Magnús Lyngdal hélt áfram leiðsögn sinni á Morgunvaktinni um tónlistarsöguna.
Du’ Det Dejligste – Rasmus Seebach
Elsker jeg deg? - Anne Grete Preus
Træ - Guðrið Hansdottir



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Hildur Vala Einarsdóttir tónlistarkona. Það er óhætt að segja að henni hafi skotið skyndilega upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2005 í annari þáttaröð af söngvakeppninni Idol-stjörnuleit, en hún sigraði þá keppni 23 ára að aldri. En síðan eru liðin mörg ár og í dag sinnir Hildur Vala söngkennslu við Tónlistarskóla FÍH, sinnir eigin tónsmíðum og syngur víða á tónleikum. Við forum með Hildi Völu aftur í tímann og forvitnuðumst um hennar rætur og hvernig tónlistin kom til hennar og svo fórum við á handahlaupum til dagsins í dag.
Í matarspjalli dagsins töluðum við svo um grænmeti sem janvel einhverjir forðast, rósakál og fennel. Rósakálið hefur þó komið sterkt inn síðustu ár eftir parað við beikon. En hvað dettur okkur í hug þegar fennel berst í tal? Sigurlaug Margrét var með þóttafullan svip því hún er talsvert andsnúin annarri tegundinni. Rósakáli þá eða Fennel? Það kemur í ljós matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Betri tíð / Hildur Vala Einarsdóttir (Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason)
Oddaflug / Hildur Vala Einarsdóttir (Hildur Vala Einarsdóttir)
For once in my life / Stevie Wonder (Ron Miller & Orlando Murden)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Flokks fólksins segir það hetjulega ákvörðun hjá barna-og menntamálaráðherra að segja af sér. Hart var sótt að forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir langan ríkisstjórnarfund í morgun.
Almenningur á rétt á að vita hvernig farið var með trúnaðarupplýsingar innan forsætisráðuneytisins um mál barnamálaráðherra. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hneyksli ef slíkum upplýsingum hafi verið lekið milli ráðuneyta.
Ásthildur Lóa segist í yfirlýsingu hafa upplifað barnsföður sinn sem eltihrelli og að hún hafi ekki verið leiðbeinandi hans í kristilegu starfi.
Engar flugferðir verða um Heathrow-flugvöll í dag vegna eldsvoða í tengivirki við flugvöllinn. Óvíst er hvenær hann verður starfhæfur að fullu.
Bæta þarf vöktun á jarðhreyfingum við Svínafellsjökul þar sem stórt berghlaup gæti orðið og skapað hættu en mælitækin ganga fyrir ótryggri sólarorku. Formlegt hættumat verður kynnt í næstu viku og mögulega verður þá hægt að ákveða hvar óhætt er að byggja upp í Freysnesi en óvissan er mikil.
Búnaðarþingi, ársþing Bændasamtakanna, lýkur í dag. Formaður Bændasamtakanna segir nauðsynlegt að bæta rekstrarumhverfi bænda.
Heilsugæslan á Dalvík og í Fjallabyggð sameinast í haust, þjónustan á ekki að skerðast við það að sögn Forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Síðastliðna viku hafa verið sagðar margar fréttir í íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum um þá ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að senda mörg hundruð meðlimi venesúelsks glæpagengis úr landi.
Glæpasamtökin heita El Tren de Aragua og eru starfandi í mörgum löndum í Suður-Ameríku. Meðlimir gengisins voru fluttir frá Bandaríkjunum í fangelsi í El Salvador.
El Tren de Aragua hefur verið sagt vinna náið með einræðisherranum í Venesúela, Nicolás Maduro, og meðal annars vinna ódæðisverk fyrir hans hönd í heimalandinu og annars staðar.
Eitt af því sem er áhugavert við þessar fréttir frá Bandaríkjunum um þetta venesúelska glæpagengi er að margir innflytjendur frá Vensúela sem hafa komið hingað til lands á liðnum árum segjast vera að flýja umrætt gengi. Í Þetta helst hafa til dæmis verið birt viðtöl við að minnsta kosti tvo hælisleitendur sem segjast hafa lifað við hótanir frá El Tren de Aragua í búsetulandi sínu.
Einn af þeim heitir Hector Montilla en hann var nauðungarfluttur frá Íslandi til Venesúela í fylgd íslenskra lögreglumanna í byrjun febrúar.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við tökum stöðuna á íslenskum jöklum og framtíð þeirra í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, JÖRFÍ, hefur verið úti um allar trissur að tala á málþingum af þessu tilefni - en gefur sér tíma til að stoppa stutt við hjá okkur og spjalla um jökla á Íslandi.
Heimsókn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Þær Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri skipulags og umhverfismála, hjá bænum spjalla um stór verkefni sem eru í farvatninu hjá bænum, meðal annars orkuskipti og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.
Erla Friðriksdóttir, stofnandi Æðarseturs Íslands í Stykkishólmi, fræðir okkur um setrið og fræðslustarfsemi þess, æðardún og samband æðarfugla og æðarbænda.
Tónlist í þættinum:
1860 - Snæfellsnes.
ARETHA FRANKLIN - Think.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Thant, Yi Yi, Maung, Inle Myint - The glory of the king.
Te Vaka - Iuliana.
Devi, Girija - Tappa in raga desh.
Diakite, Djeneda - Taoume maide.
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm. - Izlanda saz semaisi.
Massi, Souad - Hayati.
Zezex - Nahoda = The worthy one.
Jaojoby, Eusèbe - Jaly jery.
D'Gary, Jihé - Zay gny raha.
Burwell, Simon - Le relax.
Coulibaly, Soungalo - Djina mousso karogwélé.
Oumou Sangare - Sabu
Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´
(2012)
Í þriðja þætti verður fjallað um ljóðskáldið Ern Malley, sem var tilbúningur tveggja ástralskra rithöfunda sem ákváðu árið 1944 að blekkja ritstjórann Max Harris og fletta ofan af módernískum skáldskap í leiðinni. Þessi víðfrægi bókmenntahrekkur er dæmi um það hvernig blekkingar má nota til að grafa undan bókmenntastofnunum eða fagurfræðilegum andstæðingum

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Farið er aftur í tímann og nokkur vinsæl lög frá árunum 1979 og 1980 spiluð. Lögin sem hljóma í þættinum eru Sara með Fleetwood Mac, Video Killed The Radio Star í tveimur útgáfum, annarsvegar með Buggles og hinsvegar með Bruce Wolley & Camera Club, On The Radio með Donnu Summer, Coward of the County með Kenny Rogers, Que Sera Mi Vida með Gibson Brothers, Hurt So Bad með Lindu Ronstadt, og tvö lög með George Benson, annarsvegar This Masquarade frá árinu 1976 og hinsvegar Give Me The Night frá 1980.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.
Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´
(2012)
Í þriðja þætti verður fjallað um ljóðskáldið Ern Malley, sem var tilbúningur tveggja ástralskra rithöfunda sem ákváðu árið 1944 að blekkja ritstjórann Max Harris og fletta ofan af módernískum skáldskap í leiðinni. Þessi víðfrægi bókmenntahrekkur er dæmi um það hvernig blekkingar má nota til að grafa undan bókmenntastofnunum eða fagurfræðilegum andstæðingum
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við tökum stöðuna á íslenskum jöklum og framtíð þeirra í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, JÖRFÍ, hefur verið úti um allar trissur að tala á málþingum af þessu tilefni - en gefur sér tíma til að stoppa stutt við hjá okkur og spjalla um jökla á Íslandi.
Heimsókn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Þær Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri skipulags og umhverfismála, hjá bænum spjalla um stór verkefni sem eru í farvatninu hjá bænum, meðal annars orkuskipti og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.
Erla Friðriksdóttir, stofnandi Æðarseturs Íslands í Stykkishólmi, fræðir okkur um setrið og fræðslustarfsemi þess, æðardún og samband æðarfugla og æðarbænda.
Tónlist í þættinum:
1860 - Snæfellsnes.
ARETHA FRANKLIN - Think.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Sextándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Hildur Vala Einarsdóttir tónlistarkona. Það er óhætt að segja að henni hafi skotið skyndilega upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2005 í annari þáttaröð af söngvakeppninni Idol-stjörnuleit, en hún sigraði þá keppni 23 ára að aldri. En síðan eru liðin mörg ár og í dag sinnir Hildur Vala söngkennslu við Tónlistarskóla FÍH, sinnir eigin tónsmíðum og syngur víða á tónleikum. Við forum með Hildi Völu aftur í tímann og forvitnuðumst um hennar rætur og hvernig tónlistin kom til hennar og svo fórum við á handahlaupum til dagsins í dag.
Í matarspjalli dagsins töluðum við svo um grænmeti sem janvel einhverjir forðast, rósakál og fennel. Rósakálið hefur þó komið sterkt inn síðustu ár eftir parað við beikon. En hvað dettur okkur í hug þegar fennel berst í tal? Sigurlaug Margrét var með þóttafullan svip því hún er talsvert andsnúin annarri tegundinni. Rósakáli þá eða Fennel? Það kemur í ljós matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Betri tíð / Hildur Vala Einarsdóttir (Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason)
Oddaflug / Hildur Vala Einarsdóttir (Hildur Vala Einarsdóttir)
For once in my life / Stevie Wonder (Ron Miller & Orlando Murden)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Henry Alexander Henryson, siðfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum mál Ásthildar Lóu.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, ræðir við okkur um umræðu á Alþingi um meinta forræðishyggju þegar kemur að því að eldra fólk endurnýi ökuskírteini sín.
Magnús Magnússon, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína kemur til okkar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan fund ríkisstjórnar í dag.
María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um afsögn ráðherra og setur í sögulegt samhengi.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni og Kristjáni Inga Mikaelssyni, framkvæmdastjóra.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Það voru heldur betur fagnaðarfundir þegar Andri og Doddi hittust aftur í Hjartagosum.
Dægurlaga "sagnfræðingurinn" Doddi litli sagði okkur "sönnu" söguna um fyrsta rapplagið sem náði á vinsældarlista. Gosar kíktu á lista sem lesendur breska tónlistar tímaritsins Melody Maker gerðu árið 2000 yfir helstu uppseisnarseggi tónlistarsögunnar. Andri var ekki sáttur með þann lista.
Lagalisti fólksins var á sínum stað nema að í fyrsta skipti í útvarpssögunni hringdu hlustendur inn og völdu lögin í beinni útsendinu.
Magnaður útvarpsþáttur.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-21
SÓLDÖGG - Hennar Leiðir.
SUGAR RAY - Every Morning.
SUPERTRAMP - The Logical Song.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
SUGARHILL GANG - Rapper?s Delight.
PAUL YOUNG - Love Of The Common People.
Streetband - Toast.
THE STREETS - Let?s Push Things Forward.
BLUR - Parklife.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Stuðmenn, Grýlurnar - Að vera í sambandi.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
THE KINKS - Sunny Afternoon.
OZZY OSBOURNE - Crazy Train.
NIRVANA - Lithium.
JERRY LEE LEWIS - Great Balls Of Fire.
Fontaines D.C. - Favourite.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
MANNAKORN - Á Rauðu Ljósi.
Halli og Laddi - Síminn.
ABBA - Ring Ring.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Telephone Line.
CITY BOY - 5.7.0.5..
DR. HOOK - Sylvia's Mother.
Gálan - 421-3499.
RAH BAND - Clouds across the moon.
STEVIE WONDER - I Just Called To Say I Love You.
AFKVÆMI GUÐANNA - Hættu Að Hringja Í Mig.
BJÖRK - Bella Símamær.
STUÐMENN - Hringur og Bítlagæslumennirnir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Flokks fólksins segir það hetjulega ákvörðun hjá barna-og menntamálaráðherra að segja af sér. Hart var sótt að forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir langan ríkisstjórnarfund í morgun.
Almenningur á rétt á að vita hvernig farið var með trúnaðarupplýsingar innan forsætisráðuneytisins um mál barnamálaráðherra. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hneyksli ef slíkum upplýsingum hafi verið lekið milli ráðuneyta.
Ásthildur Lóa segist í yfirlýsingu hafa upplifað barnsföður sinn sem eltihrelli og að hún hafi ekki verið leiðbeinandi hans í kristilegu starfi.
Engar flugferðir verða um Heathrow-flugvöll í dag vegna eldsvoða í tengivirki við flugvöllinn. Óvíst er hvenær hann verður starfhæfur að fullu.
Bæta þarf vöktun á jarðhreyfingum við Svínafellsjökul þar sem stórt berghlaup gæti orðið og skapað hættu en mælitækin ganga fyrir ótryggri sólarorku. Formlegt hættumat verður kynnt í næstu viku og mögulega verður þá hægt að ákveða hvar óhætt er að byggja upp í Freysnesi en óvissan er mikil.
Búnaðarþingi, ársþing Bændasamtakanna, lýkur í dag. Formaður Bændasamtakanna segir nauðsynlegt að bæta rekstrarumhverfi bænda.
Heilsugæslan á Dalvík og í Fjallabyggð sameinast í haust, þjónustan á ekki að skerðast við það að sögn Forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.


Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Party Zone þáttur kvöldsins geymir lífseigustu dagskrárliði þáttarins, Múmíu kvöldsins og Party Zone listann. Múmían er topplag PZ listans í mars 2005, 20 ára gleymd perla. Restin af þættinum fer svo í að kynna funheitan og glænýjan Party Zone lista Topp 30 fyrir mars mánuð.