Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um franska uppfinningamanninn Louis Le Prince, sem þróaði eina fyrstu kvikmyndavélina en hvarf á dularfullan hátt árið 1890. Í síðari þætti er fjallað um leitina að Le Prince og grunsemdir eiginkonu hans um hver bæri ábyrgð á hvarfi hans.
Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Þátturinn fjallar um konur sem fóru til Kaupmannahafnar forðum, til að leita ásjár eða frelsis eða af því þeim nauðugur sá kostur. Vitnað er til ævisagna og heyra má áhrifamiklar örlagasögur sem ekki hafa verið sagðar opinberlega áður.
Rætt er við Pálínu Magnúsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi VG og Davíð Stefánsson formaður Varðbergs. Þau ræddu meðal annars um Trump og Grænland, komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og Álfabakkamálið.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjóri Kaliforníu hefur fyrirskipað óháða rannsókn á hvers vegna mikilvægir brunahanar tæmdust í slökkvistarfi í gróðureldunum sem nú geisa. Getty-miðstöðin, sem geymir yfir 100 þúsund málverk, var rýmd í gærkvöld.
Hætta er á að fatlað fólk leiti síður réttar síns fyrir dómstólum eftir að tímabundin breyting var gerð á fyrirkomulagi réttindagæslu þeirra. Þetta segir yfirlögfræðingur réttindagæslu.
Fuglainflúensa hefur greinst í öðrum ketti hér á landi. Litlar líkur eru á að veiran smitist í fólk.
Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga ræða áfram saman í dag og reyna hver í sínu lagi að finna viðræðunum farveg. Þær sigldu í strand í gær.
Þúsundir söfnuðust saman í mótmælum í Seoul í Suður-Kóreu, ýmist með eða á móti nýlega brottreknum forseta. Hann beitti öryggisvörðum til að forðast handtöku í síðustu viku.
Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi á stórum hluta landsins í nótt. Ísstíflur eru í ám víða um land og geta þær flætt yfir bakka sína vegna hláku og rigningar.
Ísland og Svíþjóð mætast öðru sinni í vináttulandsleik í handbolta karla í dag. Leikurinn er lokaleikur íslenska liðsins áður en haldið verður á heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku.
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 ár skammtafræðinnar.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Í þessum þáttum, frá 2023, kynnum við okkur heim skammtafræðinnar, og brjótum heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Við kynnum okkur heim skammtafræðinnar, í því ljósi brjótum við heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Bergur Thomas Anderson lék með óteljandi hljómsveitum á sinni tíð, en sneri sér síðan að mynd- og hljóðlistarrannsóknum. Á síðustu árum hefur hann beint sjónum að því hvernig sögur eru sagðar með tónlist og gefið út tónverk sem sækja hugmyndir í ýmsar áttir og spegla fortíð, nútíð og framtíð.
Lagalisti:
Unisong - Katrina's Song
Óútgefið - Fathertongue
Nightime Transmissions - Architect, Composer & the 600 year old echo
Uu-ee-uu / Noo-me - Noo-me
Unisong - IWTMAB
Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Öll höfum við séð smámunahillur fullar af hlutum sem einhverjum finnst vera skran en aðrir álíta gersemar. Hvað fær fullorðið fólk til að safna smáhlutum í dúkkuhús eða verja löngum stundum í módelsmíði? Hvað er smámunalist og hvaða tilgangi þjónar hún? Við köfum í þetta og fleira til að varpa ljósi á þennan afmarkaða kima sjónlista, kima sem hefur lengi verið til staðar í einhverri mynd en breiðir sífellt meira úr sér á öld stafrænnar tækni.
Umsjón: Inga Kristín Skúladóttir
Leikna sjónvarpsþáttaröðin um Vigdísi Finnbogadóttur hefur verið í þróun í yfir tíu ár enda vandasamt verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Hvaða áskoranir fylgja því að túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna sem braut blað í heimssögunni, og hvernig er hægt að endurskapa veröldina sem blasti við íslensku þjóðinni á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar?
Í þessum þáttum fáum við innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna. Leikstjórar, leikarar, leikmynda- og búningahönnuðir eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum og segja okkur sögurnar bakvið tjöldin.
Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Leikkonan Elín Hall og leikstjórinn Björn Hlynur Haraldsson segja hlustendum frá því hvernig þau nálguðust erfiðar og átakanlegar senur í leiknu þáttaröðinni Vigdís. Við fáum líka innsýn í búningahönnun þáttanna en búningahöfundurinn Helga I. Stefánsdóttir leiðir okkur í gegnum sína vinnu sem felur ekki einungis í sér að velja réttan klæðnað á Vigdísi og aðrar lykilpersónur heldur líka að skapa bakgrunn og sögu hundruð aukaleikara með réttum fatnaði. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir segja okkur líka frá sinni nálgun að verkefninu en Tinna leikstýrir Nínu Dögg Filippusdóttur í hlutverki sínu sem Vigdís Finnbogadóttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum fyrsta þætti ársins verðum við í notalegum gír og við ætlum að ræða við nokkra lesendur um þetta ævaforna áhugamál og ástríðu - að lesa. Hingað í hljóðstofu í lok þáttar koma þau Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson og ræða um sinn eigin lestur, áhugaverðar bækur og hvernig þetta allt er að þróast. Í byrjun þáttar ætlum við að renna stuttlega yfir bókaárið 2024 og glugga í tvær nýendurútgefnar bækur eftir Gyrði Elíasson og upplestur hans úr þeim.
Viðmælendur: Guðlaug Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Runólfsson
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-08
Johnson, Robert - Cross road blues (take 1).
Jón Páll Bjarnason, Útlendingahersveitin, Árni Scheving, Pétur Östlund, Þórarinn Ólafsson, Árni Egilsson - Song of the gardeners.
Tómas R. Einarsson, Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson Tónlistarmaður, Gunnlaugur Briem Tónl., Gunnar Þórðarson, Eyþór Gunnarsson - Einu sinni á ágústkvöldi.
ADHD Hljómsveit - Síðasta bragð Geira.
Greer, Sonny, Hodges, Johnny, Carney, Harry, Taylor, Billy, Brown, Lawrence, Williams, Cootie, Ellington, Duke, Hodges, Johnny and his Orchestra - Jeep's blues.
Heath, Albert, May, Earl, Coltrane, John, Chambers, Paul, Byrd, Donald, Taylor, Art, Garland, Red, Hayes, Louis - Like someone in love.
Trichotomy - Forward motion.
Erskine, Peter, Jack Magnet Science - Ruptures.
Schmid, Stefan Karl, Hilmar Jensson, Duppler, Lars - Frá liðnu vori.
Guðmundur St. Steingrímsson Tónlistarm., Guðmundur Ingólfsson Tónlistarm., Árni Scheving, Viðar Alfreðsson - Three.
Armstrong, Louis, Longshaw, Fred, Smith, Bessie - St. Louis blues.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um franska uppfinningamanninn Louis Le Prince, sem þróaði eina fyrstu kvikmyndavélina en hvarf á dularfullan hátt árið 1890. Í síðari þætti er fjallað um leitina að Le Prince og grunsemdir eiginkonu hans um hver bæri ábyrgð á hvarfi hans.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Kvartett Charlie Haden leikur lögin Body and Soul, Passion Flower, My Foolish Heart, Hermitage, Bay City og The Blessing. Tríó Red Garland leikur lögi Second Time Around, You'd Better Go Now, On A Clear Day, It's Alright With Me, I Wish I Knew og Going Home. Hljómsveit Kaspers Villume leikur lögin Blame It On My Youth, All The Things You Are, My Man's Gone Now, The Speedmaster, Song og Bubbles.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
Í þættinum er fjallað um Eyjar-stefið í kviðum Hómers, einkum Ódysseifskviðu. Fluttir eru nokkrir kaflar úr kviðunni í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Sitt lítið af hverju, íslenskt og erlent, m.a. kvintett harmóníkuleikarans Art van Damme og hljómsveit Björns R. Einarssonar, Magnús Ingimarsson, The Ink Spots og Heiðurspiltar, ásamt kúrekanum syngjandi Gene Autry og söngkonunni Patsy Cline. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi VG og Davíð Stefánsson formaður Varðbergs. Þau ræddu meðal annars um Trump og Grænland, komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum og Álfabakkamálið.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Að vanda tekur umsjónarmaður saman brot úr nokkrum athyglisverðum fimmum frá árinu sem var að líða og að þessu sinni eru viðmælendurnir 14 talsins. Þetta eru: Rán Flygering, Kári Kristján Kristjánsson, Júlían JK Jóhannsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Helga Margrét Marzelíusardóttir, Andri Snær Magnason, Björn Kristjánsson, Margrét Rán, Pétur Markan, BMX brós, Bergur Þór Ingólfsson og Stella Samúelsdóttir sem öll fóru fram og til baka með hlustendum árið 2024.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjóri Kaliforníu hefur fyrirskipað óháða rannsókn á hvers vegna mikilvægir brunahanar tæmdust í slökkvistarfi í gróðureldunum sem nú geisa. Getty-miðstöðin, sem geymir yfir 100 þúsund málverk, var rýmd í gærkvöld.
Hætta er á að fatlað fólk leiti síður réttar síns fyrir dómstólum eftir að tímabundin breyting var gerð á fyrirkomulagi réttindagæslu þeirra. Þetta segir yfirlögfræðingur réttindagæslu.
Fuglainflúensa hefur greinst í öðrum ketti hér á landi. Litlar líkur eru á að veiran smitist í fólk.
Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga ræða áfram saman í dag og reyna hver í sínu lagi að finna viðræðunum farveg. Þær sigldu í strand í gær.
Þúsundir söfnuðust saman í mótmælum í Seoul í Suður-Kóreu, ýmist með eða á móti nýlega brottreknum forseta. Hann beitti öryggisvörðum til að forðast handtöku í síðustu viku.
Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi á stórum hluta landsins í nótt. Ísstíflur eru í ám víða um land og geta þær flætt yfir bakka sína vegna hláku og rigningar.
Ísland og Svíþjóð mætast öðru sinni í vináttulandsleik í handbolta karla í dag. Leikurinn er lokaleikur íslenska liðsins áður en haldið verður á heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum lög sem viðmælendur koma með sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Ofurframleiðandinn Þormóður Eiríksson mætir í lagalistann með fullt af lögum í farteskinu sem hafa einkennt ákveðin tímabil í lífi hans og við fræðumst um ævi hans og tengingu við þessi lög.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Það var góð stemmning á fyrstu Næturvakt ársins. Margir náðu inn og léttleikinn réð ríkjum hjá hlustendum. Fullt af góðri tónlist og góð samtöl fengu að hljóma.
Tónlist þáttarins:
Júníus Meyvant & KK - Skýjaglópur.
Rakei, Jordan - Flowers.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
VIAGRA BOYS - Slow Learner.
LED ZEPPELIN - Immigrant song.
CORINNE BAILEY RAE - Put Your Records On.
FLEETWOOD MAC - Merry Go Round.
BRUCE SPRINGSTEEN - Glory Days.
RYAN PARIS - Dolce Vita.
Sálin hans Jóns míns, Guðmundur Jónsson Tónlistarm. - Spor.
EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.
ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.
DAVID BOWIE - Modern Love.
SINEAD O'CONNOR - Nothing Compares 2 U.
BON JOVI - Livin On A Prayer.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Kanínan.
Sigurður Guðmundsson, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Dalakofinn.
RAMMSTEIN - Angst.
Soul Asylum - Runaway train.
QUEEN - Bohemian Rhapsody.
CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - Down On The Corner.
JUDAS PRIEST - Breaking the law.
QUEEN - Another One Bites The Dust.
GEIRMUNDUR VALTÝSSON - Nú er ég léttur.
Pussycat - Mississippi.
Mannakorn - Í blómabrekkunni.
HJÁLMAR - Glugginn.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Power of love.