ok

Svik og prettir í bókmenntaheiminum

Þáttur 3 af 4

Í þriðja þætti verður fjallað um ljóðskáldið Ern Malley, sem var tilbúningur tveggja ástralskra rithöfunda sem ákváðu árið 1944 að blekkja ritstjórann Max Harris og fletta ofan af módernískum skáldskap í leiðinni. Þessi víðfrægi bókmenntahrekkur er dæmi um það hvernig blekkingar má nota til að grafa undan bókmenntastofnunum eða fagurfræðilegum andstæðingum

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svik og prettir í bókmenntaheiminum

Svik og prettir í bókmenntaheiminum

Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.

Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´

(2012)

,