16:05
Síðdegisútvarpið
Samgöngusáttmáli, reiðhjólahaustið og stýrivextir
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Ríkisstjórnin kynnti uppfærðan samgöngusáttmála á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi klukkan 13 í dag. Viðstödd voru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra auk borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjóra Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanesbæjar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem kynnt var á fundinum.

Tekjublaðið kom út í gær en það er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Skafti Harðarson Formaður Samtaka skattgreiðenda er ósáttur við útgáfu blaðsins og við heyrðum í honum

Nú þegar farið er að rökkva á kvöldin er tímabært að heyra hvað verk verða setta á fjalirnar í leikhúsum landsins í vetur. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem verður í boði Þjóðleikhúsinu.

Nú eru skólarnir að fara í gang og síðsumarið að síga yfir og við ætlum að huga að því sem er að gerast í heimi hjólreiðanna.

Birgir Fannar Birgisson frá reiðhjólabændum kom til okkar og við ræddum við hann um hjólreiðar frá ýmsum sjónarhornum.

En við byrjuðum á manninum sem vonaði það besta en óttaðist það versta þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti þá ákvörðun sína í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum og það er Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Er aðgengilegt til 21. ágúst 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,