15:03
Við sjávarsíðuna
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Rætt er við Pétur Jóhannsson, ritstjóra Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar, sem komið hefur út frá árinu 1987, fyrst sem sjómannadagsblað Ólafsvíkur en síðan kom sjómannadagsráð Hellissands til liðs við ráðið í Ólafsvík og úr varð sameiginleg blað. Pétur segir frá efnisöfluninni, gildi þess að safna heimildum um lífið við sjávarsíðuna, nefnir dæmi um sögur af gleði og sorg sem rekið hefur á fjörur blaðsins og fleira. Því næst segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, frá því hversu stór dagur sjómannadagurinn var í Hrísey þegar hann ólst þar upp, segir frá sjómannsferli sínum, meðal annars vertíðum á Rifi og fjarvistum frá fjölskyldunni en síðan segir Pétur Jóhannsson frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík, sem er annar tveggja sjómannagarða á landinu, skrúðgarður og hátíðarsvæði helgað sjómönnum og sögu sjómennsku og sjómannslífs. Pétur er líka formaður sjómannadagsráðs Ólafsvíkur. Hinn sjómannagarðurinn er á Hellissandi og frá honum segir síðar í þessari þáttaröð.

Er aðgengilegt til 21. ágúst 2025.
Lengd: 45 mín.
e
Endurflutt.
,