16:05
Tengivagninn
Queer Situations, Skálda, súrrealískar kvikmyndir og Anton Helgi
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Í fyrri hluta þáttar heyrum við af bókmenntahátíðinni Queer Situations, en líka af glænýrri bókabúð í hjarta Reykjavíkur og fáum einnig pistil frá Nínu Þorbjörgu Árnadóttur, sem fjallar að þessu sinni um súrrealískar kvikmyndir.

Í seinni hluta tökum við á móti ljóðskáldinu Antoni Helga Jónssyni, sem fagnar nú hálfrar aldar höfundarafmæli og var að gefa út nýja bók af því tilefni. Hann tekur með sér tónlist og segir okkur sitthvað um hlébarða, kaðlaklifur og ljóðasenuna á áttunda áratugnum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 54 mín.
,